Sjávarréttarpasta með tómatmauki

400g Hunts tómatmauk með hvítlauk (í dós)
250g pasta
120g hörpudiskur
120g rækjur
100g lúða, beinlaus
1stk hvítlauksrif, marið
kjötkraftur        
svartar ólífur    
svartur pipar
steinselja, til skrauts 
Basillikum


Aðferð
1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
2. Skerið lúðuna í litla bita og steikið hana ásamt hörpuskelinni í 3-4 mín.
3. Hellið tómatmaukinu yfir, þynnið með kjötsoði (eftir smekk) og bætið hvítlauk, basillikum, ólífum og svörtum pipar út í.
4. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er rækjunum bætt út í. Skreytið með steinselju.', 24);
INSERT INTO `nuke_encyclopedia_text` VALUES (22, 4, 'Partí - kjötbollur', '1 kg nautahakk
1 pk Ritz-kex mulið
1 pk púrrulauksúpa
Season all
Salt
Hvítlauksduft

Blanda öllu saman og mótið litlar kúlur, steikt á pönnu eða í ofni.
Borið fram með súrsætri sósu.

Karríkjúklings pasta

3 kjúklingabringur, beinlausar
2 msk indverskt karrímauk
200 ml sýrður rjómi (18%)
½ sítróna
250 g pastaskrúfur eða slaufur
salt
6 msk majónes
2 msk mangókryddmauk
2-3 vorlaukar, saxaðir
1 mangóaldin, þroskað
1 gul paprika
1 salathöfuð, t.d. lollo rosso eða eikarlaufssalat
1-2 msk saxað kórianderlauf

Ofninn hitaður í 200°. Karrímaukinu hrært saman við 2 msk af sýrðum rjóma og 2 tsk sítrónusafa.  Blöndunni smurt jafnt utan á kjúklingabringurnar, þær settar í eldfast fat, álpappír breiddur yfir og settar í ofninn í um 25 mínútur, eða þar til þær eru steiktar í gegn.  Teknar út og látnar kólna.

Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.  Þegar það er meyrt er því hellt í sigti og látið renna af því og síðan er það skolað í köldu vatni.  Majónesinu hrært saman við afganginn af sýrða rjómanum og mangokryddmaukið og síðan er vorlauknum hrært saman við.

Mangóið afhýtt, steinhreinsað og skorið í teninga og paprikan fræhreinsuð og skorin í mjóar ræmur.  Kaldar kjúklingabringurnar skornar í þunnar sneiðar þvert yfir.  Kjúklingi, mangó, papriku og pasta blandað saman og síðan er sósunni hellt yfir og blandað vel.

Salatblöðin skoluð, rifin niður og dreift á fat og kjúklingasalatið sett í miðjuna.  E.t.v skreytt með kóríanderlaufi eða steinselju og borið fram.