8 bollar hveiti
1 ½ bolli sykur
4 tsk matarsódi
150 gr smjörlíki
4 egg
2 bollar síróp

Þurrefnunum blandað saman og smjörlíkið mulið saman við.  Eggjunum og sírópinu bætt útí og hnoðað.  Deigið er flatt út og stungið síðan út með piparkökumótum að eigin vali.
Bakað við 180°c í ca 10 mínútur.

Krem:
1 kg flórsykur
½ kg smjörlíki
rjómi
vanilludropar

Öllu hrært saman og smurt á bakhliðina á kökunum og tvær og tvær lagðar saman.