Innihald:

Botn:
50 gr Anada Granola (morgunkorns-blanda)
30 gr heslihnetukjarnar saxaðir
50 gr hafrakex mulið
75 gr smjör brætt
30 gr sykur


Aðferð:

Blandið öllu saman og hyljið botninn á meðalstóru springformi og látið kólna í kæli.


Innihald:

Fylling:
200 gr rjómaostur (hreinn)
1 ½ dl jógúrt (hrein)
2 egg
75 gr sykur
safi og rifinn börkur af einni appelsínu
7 blöð matarlím
4 msk heitt vatn
½ bolli rúsínur
1 ½ dl rjómi þeyttur
Kíwí og vínber til skrauts


Aðferð:

Blandið saman rjómaosti, jógúrt, eggjarauðum, sykri og rifnum appelsínuberki. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mín, kreistið það vel og leysið upp í heitu vatni. Kælið það með appelsínusafanum og jafnið saman við ostablönduna ásamt rúsínunum, blandið rjómanum og þeyttum eggjahvítunum að lokum saman við og hellið yfir mylsnubotninn. Kælið í 6 kls. Skreytið með ávöxtum eftir smekk. Þessi kaka batnar við geymslu.