Klassa súkkulaðikaka

Innihald:

250 gr smjörlíki
500 gr púðursykur
3 egg
500 gr hveiti
1 ½ tsk natron
1 ½ msk kakó
2 bollar mjólk


Aðferð:

Smjörlíki og púðursykur hrært vel saman síðan er eggjunum hrært saman við og í lokin hveitinu, natroni og mjólk. Sett í smurð tertuform og bakað við 200°C í ca 20-25 mín

Ostakaka

Innihald:

Botn:
50 gr Anada Granola (morgunkorns-blanda)
30 gr heslihnetukjarnar saxaðir
50 gr hafrakex mulið
75 gr smjör brætt
30 gr sykur


Aðferð:

Blandið öllu saman og hyljið botninn á meðalstóru springformi og látið kólna í kæli.


Innihald:

Fylling:
200 gr rjómaostur (hreinn)
1 ½ dl jógúrt (hrein)
2 egg
75 gr sykur
safi og rifinn börkur af einni appelsínu
7 blöð matarlím
4 msk heitt vatn
½ bolli rúsínur
1 ½ dl rjómi þeyttur
Kíwí og vínber til skrauts


Aðferð:

Blandið saman rjómaosti, jógúrt, eggjarauðum, sykri og rifnum appelsínuberki. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mín, kreistið það vel og leysið upp í heitu vatni. Kælið það með appelsínusafanum og jafnið saman við ostablönduna ásamt rúsínunum, blandið rjómanum og þeyttum eggjahvítunum að lokum saman við og hellið yfir mylsnubotninn. Kælið í 6 kls. Skreytið með ávöxtum eftir smekk. Þessi kaka batnar við geymslu.

Mömmukökur, smákökur

8 bollar hveiti
1 ½ bolli sykur
4 tsk matarsódi
150 gr smjörlíki
4 egg
2 bollar síróp

Þurrefnunum blandað saman og smjörlíkið mulið saman við.  Eggjunum og sírópinu bætt útí og hnoðað.  Deigið er flatt út og stungið síðan út með piparkökumótum að eigin vali.
Bakað við 180°c í ca 10 mínútur.

Krem:
1 kg flórsykur
½ kg smjörlíki
rjómi
vanilludropar

Öllu hrært saman og smurt á bakhliðina á kökunum og tvær og tvær lagðar saman.

Salthnetu- og súkkulaðimarens

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
2 bollar Rise Krispies

Eggjahvíturnar og sykurinn stífþeyttur.  Rice Krispies blandað varlega saman við.  Sett í 2 tertumót og bakað við 150°c í ca 45 mínútur.

Á milli:
1-2 pelar rjómi
¾ úr stórum poka súkkulaðirúsínur
1 lítill pk salthnetur.

Rjóminn þeyttur, súkkulaðirúsínum og salthnetum blandað saman við rjómann og sett á milli botnanna.