4 kjúklingalæri + 4 kjúklingaleggir

eða samsvarandi magn af bringum

2 msk ólífuolía                                                          

salt og pipar

4 hvítlauksrif

safi af 1 límónu

börkur af ½ límónu

1 krukka mango chutney

handfylli af hökkuðum möndlum

handfylli af grófum kókos

Kjúklingur settur í eldfast mót, kryddaður með salti, pipar og olífuolíunni hellt yfir þá safa og berkinum af límónunni. Mangóinu dreift yfir og eldfasta mótið sett

í 180-200° heitan ofn í 30-45 mín. Borið fram með möndlum og kókós, hrísgrjónum og litríku salati.