1 stór grillaður og kryddaður kjúklingur
1 dós campels rjómal. Sveppasúpa
1 dós campels rjómal. Kjúklingasúpa
3-5 msk létt majónes
1-2 tsk karrý
1 tsk sítrónupipar
1-3 tsk sítrónusafi
salt og pipar
Rifinn ostur
Chicken stuffing mix (rasp frá Pexo með kryddjurtum fyrir kjúkling)
Hrísgrjón

Hrísgrjónin soðin og sett í eldfast mót.  Kjúklingurinn kurlaður niður og raðað ofan á grjónin.
Hinu öllu blandað saman og hellt ofan á kjúklinginn síðan rifin ostur og síðast raspið.

Bakað í ofni í ca 30 mínútur við 180°c.

Borið fram með salati og snittubrauði.