Innihald:

4-6 kjúklingabringur
smjör
safi úr 1 appelsínu (ca. 1 ½ dl)
½ negull mulinn
½ allrahanda
1 msk soyjasósa
börkur af 1 appelsínu skorinn í ræmur forsoðinn
salt og pipar


Aðferð:

Hitið pönnu með smjöri og steikið bringurnar á báðum hliðum í ca. 7 mín hvora hlið, takið af pönnunni og haldið heitum. Hellið safanum á pönnuna og látið sjóða, gætið þess að ná upp öllum kjötsafanum af pönnunni. Kryddið með salti og pipar ásamt soyjasósu. Hellið yfir kjötið og skreytið með forsoðnum ræmum af appelsínuberki.