1 úrbeinaður lambaframpartur
salt og pipar
epli og sveskju

Eplin skræluð og kjarnhreinsuð, skorin í bita og sveskjur í tvennt. Ávöxtunum jafnað á frampartinn og honum rúllað upp, hann settur í net. Kryddaður að utan með salti og pipar. Settur í 160°C heitan ofn og steiktur í 1 kls. Slökkt á ofninum og hann látinn standa inni í ofninum í 20 mín. Tekinn út og skorinn í sneiðar og borinn fram með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og soðsósu.