Mangókjúklingur með möndlum og kókos

4 kjúklingalæri + 4 kjúklingaleggir

eða samsvarandi magn af bringum

2 msk ólífuolía                                                          

salt og pipar

4 hvítlauksrif

safi af 1 límónu

börkur af ½ límónu

1 krukka mango chutney

handfylli af hökkuðum möndlum

handfylli af grófum kókos

Kjúklingur settur í eldfast mót, kryddaður með salti, pipar og olífuolíunni hellt yfir þá safa og berkinum af límónunni. Mangóinu dreift yfir og eldfasta mótið sett

í 180-200° heitan ofn í 30-45 mín. Borið fram með möndlum og kókós, hrísgrjónum og litríku salati.

Fylltur lambabógur

1 úrbeinaður lambaframpartur
salt og pipar
epli og sveskju

Eplin skræluð og kjarnhreinsuð, skorin í bita og sveskjur í tvennt. Ávöxtunum jafnað á frampartinn og honum rúllað upp, hann settur í net. Kryddaður að utan með salti og pipar. Settur í 160°C heitan ofn og steiktur í 1 kls. Slökkt á ofninum og hann látinn standa inni í ofninum í 20 mín. Tekinn út og skorinn í sneiðar og borinn fram með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli og soðsósu.

Ostafylltar kjúklingabringur

Innihald:

Hráefni:
1 kjúklingabringa
½ dós mascarpone-ostur
2 msk. sólþurrkaðir tómatar
safi úr einni sítrónu
30 g furuhnetur
basil frá Engi
steinselja
½ dl balsamik
hvítlauksrif
30 g parmesanostur
salt og pipar
kúskús
½ rauðlaukur


Aðferð:

Skerið kjúklingabringuna í tvennt eftir miðju brjóstinu en passið að hún fari ekki alveg í sundur. Setjið hana í plast og fletjið út með sléttum buffhamri.

Maukið mascarpone-ost í blandara ásamt kryddjurtum og sítrónusafa. Smyrjið þessu svo á kjúklingabringuna. Setjið sólþurrkaða tómata og basilpesto á hana. Rúllið upp bringunni og setjið í eldfast mót og hellið balsamik yfir. Bakið í vel heitum ofni í um 15 mínútur.
Látið meðlætið og sósuna á pönnunni á diskinn. Balsamik-edikið er orðið að sírópi. Gott er að baka heilan hvítlauk með.


Furuhnetupestó:

Aðferð:
Ristið furuhnetur á pönnu eða í ofni.
Setjið hneturnar, basilikum, hvítlauk, parmesanost, ólífuolíu, salt og pipar í blandara
og maukið þar til þetta er hæfilega þykkt (ólífuolían ræður þykktinni).
Gott er að setja pestóið yfir kjúklinginn þegar hann er tekinn úr ofninum eða hafa það í skál til hliðar.

Kúskús sem meðlæti með kjúklingi:
Saxið hálfan rauðlauk og svitið í potti.
Bætið bolla af vatni út í og látið suðuna koma upp. Setjið þá bolla af kúskúsi út í og slökkvið undir eða takið pottinn af hellunni. Hafið lokið á og látið standa í um 5 mínútur.

Kjúklingur í appelsínusósu

Innihald:

4-6 kjúklingabringur
smjör
safi úr 1 appelsínu (ca. 1 ½ dl)
½ negull mulinn
½ allrahanda
1 msk soyjasósa
börkur af 1 appelsínu skorinn í ræmur forsoðinn
salt og pipar


Aðferð:

Hitið pönnu með smjöri og steikið bringurnar á báðum hliðum í ca. 7 mín hvora hlið, takið af pönnunni og haldið heitum. Hellið safanum á pönnuna og látið sjóða, gætið þess að ná upp öllum kjötsafanum af pönnunni. Kryddið með salti og pipar ásamt soyjasósu. Hellið yfir kjötið og skreytið með forsoðnum ræmum af appelsínuberki.

Alvöru kjúllaréttur

1 stór grillaður og kryddaður kjúklingur
1 dós campels rjómal. Sveppasúpa
1 dós campels rjómal. Kjúklingasúpa
3-5 msk létt majónes
1-2 tsk karrý
1 tsk sítrónupipar
1-3 tsk sítrónusafi
salt og pipar
Rifinn ostur
Chicken stuffing mix (rasp frá Pexo með kryddjurtum fyrir kjúkling)
Hrísgrjón

Hrísgrjónin soðin og sett í eldfast mót.  Kjúklingurinn kurlaður niður og raðað ofan á grjónin.
Hinu öllu blandað saman og hellt ofan á kjúklinginn síðan rifin ostur og síðast raspið.

Bakað í ofni í ca 30 mínútur við 180°c.

Borið fram með salati og snittubrauði.