Rækjur og melónur

Innihald:

500 gr rækjur
½ hunangsmelóna skorin í litla bita
200 gr sýrður rjómi
2-3 msk majonese
salt og pipar
örlítill sykur
1-2 tsk dijonsinnep
sítrónusafi
aromat krydd
sítróna, tómatur, agúrka og steinselja til skrauts


Aðferð:

Hrærið saman sýrðum rjóma og majonesi, kryddið með sinnepi, salti, pipar, sykri, aromat og sítrónusafa. Blandið saman rækjum og melónu og skiptið í sex skálar, hellið sósu yfir hverja skál og skreytið með sítrónubátum, tómötum, agúrku og steinselju. Berið fram með ristuðu brauðis