Kína fiskur

2 góð ýsuflök
3ja kryddið
sojasósa
4 msk hveiti
2 msk kartöflumjöl
olía

Ýsuflökin skorin í 1 cm ræmur.  3ja kryddinu og sojasósunni stráð vel yfir (þekja) fiskinn og látið liggja í um 5 mín í leginum.  Blandið saman hveiti og kartöflumjöli, veltið fiskbitunum upp úr þessu.
Hitið olíu vel á pönnu og snöggsteikið fiskbitana við háan hita.

Súrsæt sósa:
2 dl tómatsósa
2-4 msk sykur
2 msk vínedik
smá vatn

Hitað í potti.

Borið fram með soðnum hrísgrjónum.