Toblerone ís
6 eggjarauður
1 bolli ljós púðursykur
1 tsk vanillusykur
100 g Toblerone (brytjað smátt)
Þeytið rjómann og geymið í kæli. Þeytið eggjarauður vel með púðursykri, bætið vanillusykri og súkkulaði varlega út í eggjahræruna. Þá er þeytta rjómanum blandað varlega saman við. Að síðustu sett í form og fryst.