3 eggjarauður
3 msk sykur
3 eggjahvítur, þeytt vel
1 peli rjómi, þeytt vel
6 blöð matarlím brædd í vatnsbaði og kælt með ávaxtasafa eða öðrum vökva sem við á.

Eggjarauðum og sykri þeytt vel saman.  Matarlíminu hrært út í, þá er rjómanum blandað varlega saman við og síðan eggjahvítunum.  Síðast er bætt út í ávöxtum eða súkkulaðispæni.
Hellt í skál, sett í ísskápinn og látið stífna.