Toblerone ís

½ l rjómi
6 eggjarauður
1 bolli ljós púðursykur
1 tsk vanillusykur
100 g Toblerone (brytjað smátt)

Þeytið rjómann og geymið í kæli.  Þeytið eggjarauður vel með púðursykri, bætið vanillusykri og súkkulaði varlega út í eggjahræruna.  Þá er þeytta rjómanum blandað varlega saman við.  Að síðustu sett í form og fryst.

Sherry ís

½ l rjómi
1 egg
3 eggjarauður
125 g sykur
3 msk sherry
súkkulaðispænir

Þeytið rjóma og geymið í kæli.  Egg og eggjarauður þeytt vel með sykri.  Þeytta rjómanum blandað varlega saman við, ásamt sherry og súkkulaði.  Sett í mót og fryst.

Fromage

3 eggjarauður
3 msk sykur
3 eggjahvítur, þeytt vel
1 peli rjómi, þeytt vel
6 blöð matarlím brædd í vatnsbaði og kælt með ávaxtasafa eða öðrum vökva sem við á.

Eggjarauðum og sykri þeytt vel saman.  Matarlíminu hrært út í, þá er rjómanum blandað varlega saman við og síðan eggjahvítunum.  Síðast er bætt út í ávöxtum eða súkkulaðispæni.
Hellt í skál, sett í ísskápinn og látið stífna.

Epla og möndlu góðgæti

4-6 epli
75-100 gr sykur
75-100 gr smjörlíki
75-100 gr möndluflögur
smá rjómi

Eplin afhýdd og kjarninn tekinn úr.  Þau eru síðan skorin í báta og raðað í eldfast mót.
Sykur, smjörlíki, möndluflögur og rjómi soðið saman í potti og hellt yfir eplin.
Hitað í ofni og borið fram með ís.