Rækjuréttur með Cameber osti

 300 gr rækjur
1 dós ananasbitar, 8 únsur
1 vel þroskaður Camenbert ostur skorin í bita

Blandað varlega saman

sósa:

½ lítil dós mayones
ananassafi
sítrónusafi nokkrir dropar

Hrært saman þar til það er á þykkt við súrmjólk.

Borið fram í litlum skálum.  Kál sett í botninn síðan rækju, ananas og Camenbert blöndunni og sósunni að lokum hellt yfir.

Gott að hafa ristað brauð eða snittubrauð með.

Camenbert réttur, heitur

1 peli rjómi
1 camenbert

hitað saman í potti

skinka
sveppir - steiktir
paprika - skorin í litla bita

Brauð rifið niður í botninn.  Skinku sveppum og papriku blandað saman og sett yfir brauðið.  Rjómanum og ostinum hellt yfir.
Hitað í ofni í ca 20 - 30 mínútur.

Nauðsynlegt að hafa rifsberjahlaup með

Karrírækju réttur

1 pk. Savory hrísgrjón (Golden eða mild curry)
4½ dl. Vatn
150 g. Rækjur
½ dós sveppir
5 msk. Majones
2 tsk. Karrý
1 dl. Rjómi (ekki þeyttur)
franskbrauð
ostur

Hrísgrjónin soðin og kæld síðan aðeins.
Rækjum og sveppum bætt saman við.
Majones, karrý og rjóma hrært saman.
Franskbrauð rifið niður og sett í eldfast form.
Helmingurinn af hrísgrjónunum sett ofan á, síðan helmingur af majones blöndunni.
Því næst er hinum helmingnum af hrísgrjónunum bætt í og einnig majonesblöndunni sem eftir er.
Rifnum osti stráð yfir.

Hitað í ofni í ca 20 - 30 mínútur

Rækju og camenbert réttur

¾ af niðurskornu brauði
1 lítil dós majones
1 dós sýrður rjómi
1 stór dós ananas í bitum
500 gr. rækjur
sítrónupipar
camenbert ostur
vínber
paprika


Rífa brauðið niður, ekki skorpuna og setja í skál.
Blanda saman majonesi, sýrðum rjóma, sítrónupipar, rækjum, ananassafa og bitum.
Þessu er hellt yfir brauðið og skreytt með camenbertosti sem skorinn hefur verið í bita, vínberjum og papriku.

Gott er að gera réttinn kvöldinu áður en á að borða hann.

Hvítlauksbrauð, heitt

4 msk mayones
½ box sýrður rjómi
½ dós grænn aspas
½ dós sveppir
4 sneiðar skinka, smátt bituð
2 tsk Season All
½ tsk hvítlauksduft

Öllu blandað saman. Geymt í nokkra klukkutíma áður en það er sett á brauðið.
Sett á langskorið Brauðtertubrauð.

Hitað í ofni