Skyrkaka

Súper einföld og góð skyrterta
 

1 ½ pk. Snap Jack Fruit kex-mulið í tvö form
½ l. þeyttur rjómi
2 bollar sykur
2 egg
2 tsk vanillusykur
1 stór dós vanilluskyr
 

Blandið sykri eggjum vanillusykri og vanilluskyri saman.
Blandið rjómanum varlega saman við.
Hellt varlega yfir mulið kexið, og skellt í frysti.

skonsur

                       
  
4 bollar hveiti  ( ég nota 2 bolla hveiti, 1bolla heilhveiti 1bolla speltmjöl eða eftir smekk hvers og eins)
4 egg 
1 bolli sykur 
6 tsk ger
salt
mjólk ( ég nota stundum AB mjólk eða súrmjólk)
 
Þeytt saman og bakað við lítinn hita.   

Klassa súkkulaðikaka

Innihald:

250 gr smjörlíki
500 gr púðursykur
3 egg
500 gr hveiti
1 ½ tsk natron
1 ½ msk kakó
2 bollar mjólk


Aðferð:

Smjörlíki og púðursykur hrært vel saman síðan er eggjunum hrært saman við og í lokin hveitinu, natroni og mjólk. Sett í smurð tertuform og bakað við 200°C í ca 20-25 mín

Ostakaka

Innihald:

Botn:
50 gr Anada Granola (morgunkorns-blanda)
30 gr heslihnetukjarnar saxaðir
50 gr hafrakex mulið
75 gr smjör brætt
30 gr sykur


Aðferð:

Blandið öllu saman og hyljið botninn á meðalstóru springformi og látið kólna í kæli.


Innihald:

Fylling:
200 gr rjómaostur (hreinn)
1 ½ dl jógúrt (hrein)
2 egg
75 gr sykur
safi og rifinn börkur af einni appelsínu
7 blöð matarlím
4 msk heitt vatn
½ bolli rúsínur
1 ½ dl rjómi þeyttur
Kíwí og vínber til skrauts


Aðferð:

Blandið saman rjómaosti, jógúrt, eggjarauðum, sykri og rifnum appelsínuberki. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mín, kreistið það vel og leysið upp í heitu vatni. Kælið það með appelsínusafanum og jafnið saman við ostablönduna ásamt rúsínunum, blandið rjómanum og þeyttum eggjahvítunum að lokum saman við og hellið yfir mylsnubotninn. Kælið í 6 kls. Skreytið með ávöxtum eftir smekk. Þessi kaka batnar við geymslu.

Heslihnetukaka

Innihald:

Heslihnetur 250 gr.
Eggjahvítur 7 st (3 óþeyttar og 4 stífþeyttar)
Sykur 200 gr.
Núggat 200 gr (mjúkt)
Ferskir ávextir.


Aðferð:

Blandið saman heslihnetum, sykri og 3 óþeyttum eggjahvítum. Setjið í ofnfast mót og hitið í 30 mín við 60°C. setjið blönduna ískál og látið kólna. Stífþeytið 4 eggjahvítur og blandið þeim rólega saman við blönduna.setjið deigið í hátt hringform og bakið í vatnsbaði (sjóðandi vatn sett í ofnskúffuna) við 180°C í um það bil 1 kls. Mýkið núggatið í vatnsbaði og smyrjið því á kalda kökuna. setjið síðan skorna ferska ávexti í miðjuna á kökunni.