Waldorfsalat

Safi úr ½ sítrónu
Safi úr ½ appelsínu
½ bolli olíusósa (majones)
½ bolli þeyttur sjómi
2 epli söxuð
2 sellerístönglar, saxaðir
½ bolli valhnetur
½ bolli vínber.

Olíusósa og rjómi hrært vel saman og safanum bætt út í.
Eplum, sellerí, vínberjum og valhnetum blandað saman við. 
Þetta salat er mjög gott með öllu kjöti og jafnvel ýmsu öðru.

Kartöflusalat

Innihald:

3-5 soðnar kartöflur
3-4 harðsoðin egg
1 msk. Dijon-sinnep
1 dl majónes
safi úr hálfri sítrónu
3 msk. graslaukur, saxaður
2 msk. steinselja, fínt söxuð
salt og pipar úr kvörn


Meðhöndlun:

Hrærið saman sinnepi, majónesi, steinselju og sítrónusafa.
Bætið saxaða graslauknum út í. Skerið kartöflurnar í
litla teninga og harðsoðnu eggin einnig. Hrærið saman við majónessósuna.


Borið fram:

Gott er að bera þetta eggjakartöflusalat fram með
köldu kjöti eða reyktum laxi.