Konukvöld Kvenfélags Garðabæjar

Spennandi og skemmtilegt konukvöld framundan hjá Kvenfélaginu í Garðabæ.

Föstudaginn 24. október kl. 19.30 verður hið árlega konukvöld Kvenfélags Garðabæjar.

Tískusýning, kynningar og skemmtikraftar ásamt góðum veitingum. Fjöldi vinninga í boði og síðast en ekki síst þá er verið að styðja við góð málefni innan Garðabæjar.

Konur eru hvattar til að taka kvöldið strax frá - og gaman að bjóða með móður, systur, dóttur, vinkonu já eða nágranna. Konur í Garðabæ ættu ekki að láta sig vanta.

 

Nánar: Konukvöld Kvenfélags Garðabæjar

Félagsfundur 5. nóvember

Komið sælar ágætu félagskonur

Félagsfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 5. Nóvember kl. 20.00

Aðalefni fundarins verður umfjöllun um „stefnu til framtíðar“  eins og fram kemur í félagatalinu.

Þá taka konur þátt í umfjöllun um starf félagsins og hvað við getum gert til að gera gott félag enn betra.

Hverfi 4, 17 og 19 eru í kaffinefnd.

Vonast til að sjá sem flestar

Kveðja

Heiðrún Hauksdóttir

 

Formaður Kvenfélags Garðabæjar

Spilakvöld

 24.október 2013

Sú hefð hefur skapast  að bjóða eldri borgurum til samveru á Garðaholtinu.

Að þessu sinni tókum við á móti um 90 konum og körlum, buðum uppá sherry dreitil, bakkelsi og nýbakaðar vöfflur.

Spilum spilabingó og áttum góða kvöldstund saman Laughing

Októberfundurinn

Huggulegt á Garðaholti.

Eins og venja er á fyrsta félagsfundi vetrarins þá var þetta matarfundur. Kræsingarnar komu frá Veisluþjónustu Garðabæjar.  Eftir venjuleg félagsstörf var komið að áskorunarleiknum en skorað hafið verið á Rannveigu Hafsteinsdóttur. Las hún skemmtilegt bréf sem langamma hennar Guðný Guðmundsdóttir hafði skrifað. Síðan var spilað Bingó sem stjórnarkonurnar Ágústa Magnúsdóttir og Ólöf Svavarsdóttir stjórnuðu. Góð Stemming var í salnum enda runnu Bingóvinningar út í stórum stíl.

Gangan 14.maí

KSKG gangan er þann 14.maí kl.18.00 og byrjar við Seltjarnarneskirkju við norður innganginn.
Eftir gönguna er kaffi  í safnaðarheimilinu, minnum á að greiða þarf fyrir kaffið.

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.