Gleðilega Páskahátíð

Kæru félagskonur

Sendum ykkur og fjölskyldum ykkar, óskir um Gleðilega Páskahátíð.  Megi þið njóta sem allra best.

Páskakveðja,

Stjórnin

Konukvöld 30. október 2015

Konukvöld Kvenfélags Garðabæjar verður að Garðaholti föstudaginn 30. október 2015 Húsið opnar kl. 19:30, dagskrá hefst kl. 20:00 Miðar seldir við innganginn verð kr. 2.000 tekið er við greiðslukortum Ágóða Verður varið til styrktar hjúkrunarheimilinu Ísafold Skemmtiatriði: Hinir einu og sönnu úr hljómsveitinni Landi og sonum þeir Hreimur, Benni og Vignir   Glæsileg tískusýning frá tískuversluninni Comma í Smáralind   Veglegir happdrættisvinningar Sölu- og kynningarbásar Boðið verður upp á léttar veitingar og  barinn mun opna tímanlega

Þjóðin sem valdi Vigdísi

 

Ágætu félagskonur

Sunnudaginn 28. Júní kl. 19.40 – 21.10 fer fram hátiðardagskrá á Arnarhóli í tilefni að 35 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.

Fjölbreytt dagskrá verður flutt af stóru sviði við rætur Arnarhóls. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls, má nefna Blásarasveit, Norrænir listamenn heiðra Vigdísi, hljómsveitin Baggalútur og rithöfundar ávarpa hátíðargesti og margt fleira til skemmtunar.

Fjölmennum á Arnarhól á sunnudagkvöld með fjölskyldum og vinum.

Gleðjumst saman og heiðrum Vigdísi á merkum tímamótum.

Með sól í hjarta og bestu kveðjur,

Ágústa formaður

 

 

 

 

Vorferð 9. maí 2015

 

Sælar kæru kvenfélagskonur

Nú styttist óðum í vorferðina okkar. Þann 9. maí n.k. stefnum við á Landnámsetrið í Borgarnesi og byrjum daginn á að funda. Síðan tekur við hádegisverður og eftir matinn verður þeyst á stað út á nesið.

Ferðanefndin er orðin spennt að leggja í hann og hefur hún unnið sleitulaust að skipulagningu svo allt megi verða sem ánægjulegast fyrir okkur. Jafnframt var lögð inn pöntun fyrir sól og blíðskapar veðri þennan dag.

Enn er tækifæri til að skrá sig í ferðina.

Mæting kl. 9.45 við Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem rútan bíður okkar.

Klæðnaður og skóbúnaður eftir veðri og ekki má gleyma sundfötunum.

Þórhildur, Björg og Millý

 

Vorferð 9. maí 2015

Sælar kæru kvenfélagskonur

Nú styttist óðum í vorferðina okkar. Þann 9. maí n.k. stefnum við á Landnámsetrið í Borgarnesi og byrjum daginn á að funda. Síðan tekur við hádegisverður og eftir matinn verður þeyst á stað út á nesið.

Ferðanefndin er orðin spennt að leggja í hann og hefur hún unnið sleitulaust að skipulagningu svo allt megi verða sem ánægjulegast fyrir okkur. Jafnframt var lögð inn pöntun fyrir sól og blíðskapar veðri þennan dag.

Enn er tækifæri til að skrá sig í ferðina.

Mæting kl. 9.45 við Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem rútan bíður okkar.

Klæðnaður og skóbúnaður eftir veðri og ekki má gleyma sundfötunum.

 

Þórhildur, Björg og Millý

 

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.