Hátíðarhöld 17. júní 2019

Fjallkonan var Jóhanna Sigríður Sigmundsdóttir kvenfélagskona,

árlega leggur Kvenfélag Garðabæjar til fjallkonuna við hátíðarhöldin þann 17. júní.

Hátíðarkaffihlaðborð Kvenfélagsins 17. júní var veglegt eins og oft áður, en nú var það sett upp á inntorgi Garðatorgs. Félagið fékk aðstöðu í nýjum fjölnota fundarsal bæjarins sem hefur fengið heitið Sveinatunga. Það var svolítið brött hugmynd að sjá fyrir sér kaffihúsastemningu og mannlíf á Garðatorgi, sem tókst að okkar áliti.

Mikil mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum á Garðatorgi, fleiri en nokkrum sinni áður kannski góða veðrinu að þakka.

Á meðfylgjandi mynd eru þær formaður og fjallkona framan við listaverkið Í mótun eftir listakonuna Sigrúnu Guðmundsdóttur sem Kvenfélagið gaf Garðabæ árið 1988. Fyrst var verkinu valin staður á túninu við Sveinatungu, verkið var síðan flutt upp á Garðatorg þegar stjórnsýsla bæjarins flutti á Garðatorg. Þannig má segja að listaverkið og Sveinatunga hafi sameinast á ný.

Kvenfélagskonur eru ánægðar með daginn.

Helena, formaður

Erla Bil, ritari  

 

P1050915-2.jpeg  

17. júní 2019 Kaffihlaðborð

17. júní 2019 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í SVEINATUNGU á inntorgi Garðatorgs. kl. 14:00 - 16:30

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju 

17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

IMG_1554 2.jpg

IMG_1557.jpg

Heiðursfélagar Kvenfélags Garðabæjar 2019

Garðabæ, 8. maí 2019

Fimm konur vour gerðar heiðursfélagar á vorfundi Kvenfélagsins þann 7. maí 2019
Gréta Hákonsson
Ingibjörg Stephensen
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Salóme Guðnadóttir

 

17. júní 2018 Kaffihlaðborð

17. júní 2018 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í FLATASKÓLA kl. 14:00 - 17:00
Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13:00 í anddyri skólans. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju 17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

 17 juni (1).jpg

KONUKOT FÉKK VEGLEGA PENINGAGJÖF

 

 

Kvenfélag Garðabæjar, sem fagnar 65 ára afmæli sínu á árinu, afhenti Konukoti veglega peningagjöf nýverið.

Fjármunirnir söfnuðust á velheppnaðri Sumargleði félagsins, sem haldin var í Garðaholti.

Þar fylltu konur húsið, ekki aðeins kvenfélagskonur heldur einnig gestir þeirra. Vegleg dagskrá var í boði.

Sigga Kling var veislustjóri, Þuríður Sigurðardóttir söng, tískusýning fór fram og lukkuleikur var með vinningum.

 

Skemmtinefnd Sumargleðinnar, ásamt formanni og varaformanni kvenfélagsins, heimsótti Konukot í kjölfarið og gaf afrakstur skemmtunarinnar. 

Brynhildur Jensdóttir, framkvæmdastjóri Konukots, og Jóhanna Þorgrímsdóttir starfsmaður tóku á móti peningunum og þökkuðu kærlega fyrir stuðninginn. 

Verða þeir m.a. notaðir til að kaupa uppþvottavél og þurrkara.

 

Kvenfélagið hefur jafnan styrkt fjölmörg málefni, s.s. ungbarnadeild Heilsugæslu Garðabæjar, Ljósið, MS-félagið, bókagjafir til Fjölbrautaskóla Garðabæjar, fjármagnað tæki til sjúkraþjálfunar á Hjúkrunarheimilinu Ísafold og stutt Styrktarsjóð Garðasóknar.

Öflugu vetrarstarfi félagsins er senn að ljúka. Auk félagsfunda og Sumargleðinnar er t.d. búið að gefa út nýtt félagatal og fara í fjögurra daga menningarferð til Edinborgar.

Framundan er svo skógræktardagur í Smalaholti og hlaðborð á 17. júní í Garðabæ að vanda

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.