Hátíðarhöldin þann 17. júní voru glæsileg, kvenfélagskonur vilja þakkar bæjarbúum fyrir að koma til hátíðarhlaðborðs félagsins. Án ykkar þátttöku og gesta ykkar hefði dagurinn ekki tekist svo vel. Það var ekki laust við kvíða hjá konum að takast á við verkefnið nú á nýjum og ókunnum stað. En erum gríðarlega þakklátar bænum að hafa treyst okkur fyrir nýja salnum Sveinatungu á Garðatorgi og að fá að setja upp hugmynd okkar að kaffihúsastemningu á inntorgi Garðatorgs. Það hefði ekki tekist svo vel nema með þátttöku bæjarbúa, sem fjölmenntu á Garðatorg. Rétt er að minnast á að kvenfélagið leggur til fjallkonu á 17. júní, enda á félagið skautbúning.

Vetrarstarf kvenfélagsins verður fjölbreytt að vanda, þá munu gestir koma í heimsókn með áhugaverð erindi á félagsfundi til skemmtunar og fróðleiks, því konur njóta þess að hafa gaman saman. Auk þess flytja konur ljóð eða örsögur á fundum. 

Fjáröflunarnefnd hefur tekið til starfa við að undirbúa fjáröflunarkvöld sem haldið verður þann 20 . september. Það eru öflugar konum í hópi 1 sem standa að fjáröflunarkvöldinu, sem stjórn félagsins styður til góðra verka. Konur eru hvattar til að taka með sér gesti á gleðina, því það verður gaman.

Eldri borgurum býður félagið árlega í félagsvist á Garðaholt. Ævinlega með mjög góðri þátttöku og gleði, enda taka stjórnarkonur vel á móti þeim með fínu bakkelsi.

Mikilvægur þáttur í samstarfi kvenfélagsins og kirkjunnar er að aðstoða fermingarbörn.sem fermast í Garðasókn. Kvenfélagið hefur haft umsjón og á fermingarkirtlanna sem börnin skrýðast við ferminguna. Félagskonur sjá um að máta réttar stærðir fyrir ferminguna og ekki síst á sjálfan fermingardaginn í Garðakirkju og Vídalínskirkju, þar ríkir mikil eftirvænting. 

Vetrarstarf Kvenfélags Garðabæjar hefst nú þriðjudaginn 1. október kl. 19:00 eftir sumarfrí.

Allar konur eru velkomnar að kynna sér kvenfélagið, félagsfundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til maí ár hvert.

Starfsemi Kvenfélags Garðabæjar fer fram í Félagsheimili Garðaholts.


Nánar um Kvenfélag Garðabæjar á www.kvengb.is

 

Með Kvenfélagkveðju

Stjórn

 

FB_IMG_1566850337269.jpg