Jólakveðja 2016

Kæru kvenfélagskonur

Stjórn KGB óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar og friðsælt og kærleiksríkt nýtt ár, með þakklæti fyrir yndislegar samverustundir á árinu sem senn er liðið. Við hlökkum til endurfunda á nýju ári og vonum að það verði okkur öllum og félaginu gæfuríkt.

Megi ljós heimsins og kærleikur fylgja ykkur öllum og félagi okkar um alla tíð.

Við þökkum öllum af einlægni og hlýju sem hafa styrkt okkur á árinu og óskum þeim gæfuríks komandi ár.

Ást og friður 🎄💝
Stjórnin

https://www.youtube.com/watch?v=aTI2SA1HFcE

Félagsfundur KGB 4. mars 2014 kl. 20

Næsti félagsfundur KGB verður haldinn 4. mars n.k. kl. 20.

Þema fundarins er "Heilsa og Hollusta."

Í skemmtinefnd kvöldsins eru:  Elín Kristjánsdóttir, Margrét Richter og Þórunn Oddsdóttir

Vonumst til að sem flestar félagskonur sjái sér fært að mæta á skemmtilegan fund.

kveðja,

Stjórnin

 

 

Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar var haldinn á Garðaholti 4. febrúar sl.

Stjórn félagsins er nú þannig skipuð:
Heiðrún Hauksdóttir formaður
Ágústa Magnúsdóttir
Björg Óskarsdóttir
Millý Svavarsdóttir
Lára Kjartansdóttir.

Í varastjórn eru þær,
Anna Rósa Skarphéðinsdóttir,

Elfa Björk Farestveit,

Þóra Kemp

Þórhildur Árnadóttir
Á fundinum var kosið í hinar ýmsu nefndir félagsins og er það von stjórnar að félagskonur láti ekki sitt eftir liggja svo starfsemi félagsins megi vaxa og dafna sem aldrei fyrr.

Í áskorunarleiknum sagði Bjarndísi Lárusdóttur, frá uppvexti sínum og skemmtilegt var að heyra frá sterku sambandi hennar og tvíburasystur hennar.

Ferðanefndin hefur hafið störf og bað Hulda Hafsteinsdóttir konur að taka frá 10.maí vegna vorferðar Kvenfélagsins.

Skemmtinefnd kvöldsins var skipuð þeim Þórhildi Árnadóttur og Sigríði Finnbjörnsdóttur þær kynntu gest kvöldsins sem var Sandra Dögg Árnadóttir sjúkraþjálfari, hún fræddi fundarkonur um líkamsstöðu. Að því loknu söng Kvennakór Hafnarfjarðar nokkur lög við mikinn fögnuð.

Stjórnin

 

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Garðaholti þriðjudaginn 4. febrúar n.k. og hefst hann kl. 20.00.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kosið verður um tvær konur í aðalstjórn og 4 konur í varastjórn.

Kaffinefndir koma úr hverfum 2, 6, 7, 9 og 13.

Skemmtinefnd kvöldsins er skipuð Sigríði Finnbjörnsdóttur, Þórhildi Árnadóttur og Guðrúnu Svövu Stefánsdóttur.

Saman vinnum við létt verk

kveðja stjórnin.

 

 

Jólafundur Kvenfélagsins á Garðaholti

Jólafundur þriðjudaginn 3. desember kl. 20.00

Í skemmtinefnd eru Kristiana Kristjánsdóttir og Hrönn Jóhannsdóttir.

Í kaffinefnd eru hverfi 1, 5, 11, 20 og 21, kaffinefndir eru minntar á að mæta kl. 19.00

Fundasölunefnd verður að störfum.

Það er notalegt að eiga góðir stundir í skammdeginu saman :-)

hlökkum til að sjá ykkur stjórnin.

 

Að gefnu tilefni er bent á að framkvæmdir standa yfir á veginum að Garðaholti og er hann því þrengri en venjulega. Hægt er að velja tvær aðrar leiðir að Garðaholti: fara aðeins lengra í áttina að Bessastöðum og beygja næst til vinstri og koma að Garðaholti úr vestri. Hin leiðin er að fara hjá Hrafnistu í Hafnarfirði og koma að Garðaholti úr suðri.