Normal 0 21 false false false IS X-NONE X-NONE MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Tafla - venjuleg"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin-top:0cm; mso-para-margin-right:0cm; mso-para-margin-bottom:10.0pt; mso-para-margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-theme-font:minor-fareast; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin;}

Félagsfundurinn 3.apríl sl. var fjölmennur, þá sóttu okkur heim félagskonur úr kvenfélagi Langholtssóknar.

Skemmtinefnd kvöldsins skipuðu þær Valgerður Jónsdóttir og Sólveig Jóhannsdóttir. Þær buðu bæði upp á skemmtun og fræðslu. Það voru strákar  úr  Flataskóla sem sungu sigurlagið úr  Flatavision Laughing við frábærar undirtektir. Fyrirlestur kvöldsins hélt  Guðrún Magnúsdóttir (Rúna) en hún er alþjóðlegur stjórnendamarkþjálfi og fjallaði fyrirlesturinn um tengslanet kvenna.  

Það er alltaf  gleðiefni þegar nýjar konur ganga til liðs við félagið en þessu sinni óskaði einn kona eftir inngöngu.

Þann 16.apríl kl. 18:00 verður haldið saumakvöld að Garðaholti en það voru þær Svava Gústavsdóttir og Ágústa Magnúsdóttir sem kynntu verkefnið. Það á að sauma poka sem síðan verða notaðir undir gögn á KÍ þinginu sem verður haldið 28.-30. september nk. KGB útvegar  efni, en kvenfélagskonur þurfa aðeins að mæta til að sníða og sauma.

Þriðjudaginn 8.maí nk.verður árleg ganga kvenfélagasambands Gullbringu og Kjósarsýslu. Að þessu sinni er það kvenfélags Álftaness sem tekur á móti okkur. Gangan byrjar kl.17.00 frá Bessastöðum, en forseti Íslands hr.Ólafur Ragnar Grímsson tekur á móti göngukonum og býður upp á hressingu. Vegna þessarar dagsetningar hefur verðir ákveðið að færa maí fundinn okkar fram um einn dag og verður hann því haldinn mánudaginn 7.maí.