Kvenfélagskonur kolefnisjafna flugferð til Edinborgar

Kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti.

Þar gróðursettu þær 83 trjáplöntur í reit félagsins, en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins til Edinborgar.  Í vorferð félagsins, sem var farin til Edinborgar dagana 4. -7. maí  kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitnum í Smalaholti og tóku allar kvenfélagskonur vel í þá hugmynd.

Að lokinni gróðursetningu var konum síðan boðið uppá kakó og nýbökuð horn.  

Skógarnefnd Kvenfélags Garðabæjar

Erla Bil Bjarnardóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir og Eygló Bjarnardóttir.

Kvengb Smalaholti 1.jpg

Vorferð Kvenfélags Garðabæjar 4 - 7. maí 2018

Hin árlega vorferð Kvenfélags Garðabæjar var farin 4. - 7. maí 2018

Í þetta sinn var ferðinni heitið til Edinborgar.

Í ferðanefndinni voru Bjarndís, Jóna Rún og Oddný Þóra.

Vorum við allar sammála um að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð í alla staði og ferðanefndin hefði staðið sig sérlega vel.

 

Edinb 3.jpgEdinb 1.jpgEdinb2.jpg

Vorferð Kvenfélagsins 6. maí 2017

Sælar Kvenfélagskonur

Nú er vorið komið og það styttist í okkar árlegu vorferð. Við stefnum að skemmtilegum degi og höfum að sjálfsögðu þegar pantað gott veður. Fatnaður fer að sjálfsögðu eftir veðri.

EKKI GLEYMA "SUND-DÓTINU"

Kl. 09:45 Mæting við Tónlistaskóla Garðabæjar 

Kl. 10:00 Lagt á stað

Kl. 17:45 Rútan tæmd við Mathús Garðabærjar

Kl. 18:00 Matur 

Mikilvægt er að þær sem hafa skráð sig greiði eigi síðar en 26. apríl þannig að ferðanefndin geti staðið við skuldbindingar sínar.

Verðið er kr. 8.500,- innifalið í því er akstur, hádegismatur, miðdegishressing, kvöldverður, fararstjórn og allt hitt.

Greiða þarf þátttökugjald inn á reikning: 0318-26-004661 kt.  030960-5139, merkja FERÐ og senda staðfestingu á greiðslu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 

Skráning hefst á félagsfundinum 4. apríl og einnig verður hægt að skrá sig á fundinum 2. maí

Mætið á fundinn og tryggið ykkur sæti.

Einnig er hægt að skrá sig hjá nefndarkonum:

Anna Þórðardóttir, sími 8991287 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Birna Hilmarsdóttir, sími 8628510 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Sonja Margrét Halldórsdóttir, 8654002 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

 
Mætum með bros á vör njótum stundarinnar og dagsins !
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ferðanefndin

VORFERÐ 5. - 8. MAÍ 2016

Kæru félagskonur.

Það er von okkar að farið sé að örla á spenningi eftir kynninguna á ferðinni til Brussel & Brugge sem farin verður næsta vor.

Bændaferðir hafa skipulagt ferðina sem er nú tilbúin til bókunar. Með því að smella á meðfylgjandi hlekk getið þið skoðað ferðatilhögun, upplýsingar um fararstjórann sem og kort sem sýnir helstu staðina sem verða heimsóttir.

Til þess að tryggja sér pláss í ferðinni, smellið þið á hnappinn „Bóka ferð“ sem finna má ofarlega hægra megin á síðunni, fyllið út umbeðnar upplýsingar og greiðið staðfestingargjaldið að upphæð 25.000 kr. á farþega. Þá er ekkert eftir nema að fara að hlakka til!

Smelltu hér til að fara á heimasíðu ferðarinnar.

Bestu kveðjur,
Ferðanefndin
-- ------
Dagmar Elín Sigurðardóttir
Eskiholti 3,
hs. 565 8774, gsm 843 3957
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
-------------------
Vinsamlegast látið þessar upplýsingar berast til þeirra félagskvenna sem þið þekkið og eru ekki með netfang.