Ágætu félagskonur

Sunnudaginn 28. Júní kl. 19.40 – 21.10 fer fram hátiðardagskrá á Arnarhóli í tilefni að 35 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.

Fjölbreytt dagskrá verður flutt af stóru sviði við rætur Arnarhóls. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls, má nefna Blásarasveit, Norrænir listamenn heiðra Vigdísi, hljómsveitin Baggalútur og rithöfundar ávarpa hátíðargesti og margt fleira til skemmtunar.

Fjölmennum á Arnarhól á sunnudagkvöld með fjölskyldum og vinum.

Gleðjumst saman og heiðrum Vigdísi á merkum tímamótum.

Með sól í hjarta og bestu kveðjur,

Ágústa formaður