Komið sælar ágætu félagskonur
Félagsfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 5. Nóvember kl. 20.00
Aðalefni fundarins verður umfjöllun um „stefnu til framtíðar“ eins og fram kemur í félagatalinu.
Þá taka konur þátt í umfjöllun um starf félagsins og hvað við getum gert til að gera gott félag enn betra.
Hverfi 4, 17 og 19 eru í kaffinefnd.
Vonast til að sjá sem flestar
Kveðja
Heiðrún Hauksdóttir
Formaður Kvenfélags Garðabæjar