Hátíðarhöld 17. júní 2019

Fjallkonan var Jóhanna Sigríður Sigmundsdóttir kvenfélagskona,

árlega leggur Kvenfélag Garðabæjar til fjallkonuna við hátíðarhöldin þann 17. júní.

Hátíðarkaffihlaðborð Kvenfélagsins 17. júní var veglegt eins og oft áður, en nú var það sett upp á inntorgi Garðatorgs. Félagið fékk aðstöðu í nýjum fjölnota fundarsal bæjarins sem hefur fengið heitið Sveinatunga. Það var svolítið brött hugmynd að sjá fyrir sér kaffihúsastemningu og mannlíf á Garðatorgi, sem tókst að okkar áliti.

Mikil mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum á Garðatorgi, fleiri en nokkrum sinni áður kannski góða veðrinu að þakka.

Á meðfylgjandi mynd eru þær formaður og fjallkona framan við listaverkið Í mótun eftir listakonuna Sigrúnu Guðmundsdóttur sem Kvenfélagið gaf Garðabæ árið 1988. Fyrst var verkinu valin staður á túninu við Sveinatungu, verkið var síðan flutt upp á Garðatorg þegar stjórnsýsla bæjarins flutti á Garðatorg. Þannig má segja að listaverkið og Sveinatunga hafi sameinast á ný.

Kvenfélagskonur eru ánægðar með daginn.

Helena, formaður

Erla Bil, ritari  

 

P1050915-2.jpeg  

17. júní 2019 Kaffihlaðborð

17. júní 2019 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í SVEINATUNGU á inntorgi Garðatorgs. kl. 14:00 - 16:30

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju 

17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

IMG_1554 2.jpg

IMG_1557.jpg

Heiðursfélagar Kvenfélags Garðabæjar 2019

Garðabæ, 8. maí 2019

Fimm konur vour gerðar heiðursfélagar á vorfundi Kvenfélagsins þann 7. maí 2019
Gréta Hákonsson
Ingibjörg Stephensen
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Salóme Guðnadóttir

 

17. júní 2018 Kaffihlaðborð

17. júní 2018 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í FLATASKÓLA kl. 14:00 - 17:00
Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13:00 í anddyri skólans. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju 17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

 17 juni (1).jpg