Dagskrá Kvenfélags Garðabæjar haustið 2018

Dagskrá Kvenfélags Garðabæjar haustið 2018,

fundir hefjast allir kl.19:00

  1. 1.Fundur 2. október 2018.

Fundarsetning: Erla Bil Bjarnardóttir, varaformaður í forföllum formanns.

Fundarstjóri: Þorgerður Halldórsdóttir

Ritari les: Svanhildur Gísladóttir

Hópur 1. Birna Hilmarsdóttir kaffihlaðborð.

Gestur fundarins er Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir 

Erindi: Er barnið okkar besta útgáfan af sjálfu sér?

Þema fundarins er haustið.

Þuríður Sigurðardóttir flytur ljóð. Hún skorar á næstu konu...

Stjórnarkonur í fundarboði hvetja félagskonur að taka með sér gesti á fundinn.

2. Fundur 6. nóvember

Fundasetning: S. Helena Jónasdóttir formaður.

Fundarstjóri: Lára Kjartansdóttir

Ritari les: Svanhildur Gísladóttir

Hópur.2 Ellen Sigurðardóttir/Dagmar Erna Sigurðardóttir/ Kaffihlaðborð

Kristín Jóhannesdóttir höfundur bókarinnar „ Ekki gleyma mér „ áhugavert erindi.

Þema fundarins eru slæður litríkur fundur.

Ljóðalestur ?

Athugið að gestir eru velkomnir á fundinn.

3. Spilavist eldriborgara á Garðaholti í umsjón stjórnar 8. nóvember kl.19:00. Rútan kemur kl.18:30 hvetjum við allar kvenfélagskonur að mæta á spilavistina mikil gleð og ánægja með þetta. Skipulagt í samráði við Berglindi forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Garðabæ.

4. Jólamessan okkar 2. des á Garðakirkju kl 14:00 Helga Björg Jónsdóttir djákni þjónar til altarins

ásamt Vigdísi Erlingsdóttir hugvekja , Anna Rósa Skarphéðinsdóttir/Lára Kjartansdóttir ritningalestur. Formaður forfallaður / varaformaður Erla Bil tendrar spádómskertið.

Endilega fjölmennið í messuna um 50 gestir mættu á síðustu jólamessu. Gott að koma sér í jóla gírinn með því að mæta í kirkju.

5. Jólafundur 4. desember hátíðarfundur.

Fundasetning : S.Helena Jónasdóttir formaður

Ritari: Svanhildur Gísladóttir ritari

Hópur 3. Guðrún Eggertsdóttir - MATARFUNDUR!

Spari klæðnaður í tilefni afmælisársins með flottu kvöldi sem Bergþór Pálsson / Albert Eiríksson skemmta. Stjórnarkonur hvetja ykkur til að taka með ykkur gesti.

Vonumst eftir góðu samstarfi á komandi vetri

Með kærri kveðju

Stjórn

Sextugasta og fimmta starfsár Kvenfélags Garðabæjar

Vetrarstarfi Kvenfélags Garðabæjar veturinn 2017 – 2018 er að ljúka, það hefur verið innihaldsríkt.

Konum var boðið frá öðrum kvenfélögum á félagsfundi okkar, síðastliðið haust komu konur frá Kvenfélagi Álftaness og nýlega frá Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Það er mikilvægt að kynnast starfsemi annarra kvenfélaga því alltaf má gera betur.

Nýtt félagatal kom út á árinu sem tekur gildi frá og með fyrsta fundi vetrarins 2. október nk. þar sem konum er skipt í sex hópa og í stafrófsröð. Fyrri félagatöl hafa verið eftir hverfum. Stjórnin vonar að nýja félagatalið gagnist konum vel.

Sumargleði félagsins tókst með afbrigðum vel, kvöldið var fjáröflunarkvöld sem ákveðið var fyrirfram að Konukot mundi njóta. Kvenfélagið er öflugt að styðja við ýmis málefni s.s. ungbarnadeild Heilsugæslu Garðabæjar og tæki til sjúkraþjálfunar á Hjúkrunarheimilið Ísafold, Ljósið endurhæfingardeild fyrir krabbameinsgreinda, MS félagið til styrktar þeim er haldnir eru MS sjúkdómnum og Fjölbrautaskóli Garðabæjar með bókagjafir. Auk þess styrkir kvenfélagið Styrktarsjóð Garðasóknar.

Kvenfélagskonur styrkja Konukot – því konur styrkja konur

Sumargleði kvenfélagsins var haldinn 12. apríl í félagsheimilinu á Garðaholti, þar sem kátar konur fylltu Garðaholtið. Sumargleðin var öllum konum opin auk þess buðu félagskonur gestum með sér, enda var fjölmennt þetta kvöld. Boðið var uppá veglega dagskrá konum til skemmtunar, Sigga Kling var veislustjóri og Þuríður Sigurðardóttir listakona söng, einnig var tískusýning og lukkuleikur með vinningum.

Konur heimsóttur Konukot - Skemmtinefnd sumargleðinnar ásamt formanni og varaformanni félagsins heimsóttu Konukot þann 30. apríl og færðu þeim Brynhildi Jensdóttur framkvæmdastjóra og Jóhönnu Þorgrímsdóttur starfsmanni veglega peningagjöf. Framkvæmdastjóri Konukots sagði fjármunina nýtta meðal annars til kaupa uppþvottavél og þurrkara, lengra voru þær ekki komnar í skipulagningu styrksins enda óvíst hvað safnaðist þegar þeim var tilkynnt um væntanlegan styrk. Kvenfélagskonum var svo boðið að skoða húsakynni Konukots. Stjórn félagsins þakkar dugnað skemmtinefndar sumargleðinnar og öllum konum sem komu á Garðaholt þetta kvöld.

Edinborgarferð

Kvenfélagkonur fóru í fjögurra daga menningarferð til Edinborgar. Um þrjátíu konur skoðuðu borgina í blíðskapar verði í byrjun maí á meðan snjóaði heima. Ferðin var skipulögð af félagskonum sem eiga þökk skilið fyrir ánægjulega borgarferð.

Skógarnefnd félagsins bíður allar félagskonur í skógarreit félagsins í Smalaholti einhvern góðviðrisdag í maí til að kveðja vetrarstarfið. Og ekki síst til að gróðursetja trjáplöntur til að vega upp á móti sótspori flugferðar félagskvenna. Á Smalaholti hafa kvenfélagskonur ræktað skóg síðan vorið 1989.

Árlegt hlaðborð kvenfélagsins 17. júní 

Vetrarstarfinu líkur með glæsilegu hlaðborði kvenfélagsins sem er fastur liður í 17. júní dagskrá bæjarbúa. Af því tilefni leggja allar konur fram heimalagað meðlæti á hlaðborðið sem svignar undan hnallþórum. Því 17. júní kaffið er stærsta fjáröflun starfseminnar. Bæjarbúar gera ráð fyrir hlaðborðinu, þar sem stórfjölskyldan mætir. Einnig leggur Kvenfélagið fram við hátíðarhöldin í Garðabæ fjallkonu sem skartar skautbúningi í eigu félagsins.

Kvenfélag Garðabæjar er 65 ára á árinu, að því tilefni er mikilvægt að líta til baka yfir blómlega starfsemi félagsins og gera sér dagamun. 

Allar konur í Garðabæ eru velkomnar í Kvenfélagið.

Sigurbjörg Helena Jónasdóttir, formaður

Erla Bil Bjarnardóttir, varaformaður

Kvenfélagsfundur 5. desember 2017 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur
Næsti félagsfundur, jólafundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember kl. 19:00

Þemað er rauttkerti.jpeg


Skemmtinefnd kvöldsins eru þær:
Bjarndís Lárusdóttir,
Sigríður Finnbjörnsdóttir,
Oddný Þóra Helgadóttir
Þær verða með eitthvað skemmtilegt á jólakvöldinu.

Hverfi 2 er í kaffinefnd, mæting er kl. 18.00

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Jólakveðja stjórn Kvenfélags Garðabæjar.

S.Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélagsfundur 7. nóvember 2017

Kæru Kvenfélagskonur
Næsti félagsfundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 7. nóvember kl: 19.00

Þemað er blátt!                  rose.jpg

Þetta er gestafundur Kvenfélag Álftarness verða heiðursgestir okkar.

Skemmtinefnd kvöldsins eru þær:
Ellen Sigurðardóttir
Svava Gústafsdóttir
Ágústa Magnúsdóttir
Lofa þær skemmtilegu kvöldi.

Hverfi 3 er í kaffinefnd mæting er kl. 18.00

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.

Með bestu kveðju stjórn Kvenfélags Garðabæjar.

S.Helena Jónasdóttir formaður

 

Félagsfundur 3. október 2017

Komið þið sælar kæru félagskonur.


Fyrsti fundur vetrarins hjá Kvenfélagi Garðabæjar,
verður haldinn 3. október á Garðaholti og hefst hann kl. 19:00

Samkvæmt venju er þetta matarfundur
boðið verður upp á kalkún og sætkartöflumauk með kornflexi og villisveppasósu.
Einnig verður hægt að fá grænmetisrétt.
Desert, karamellu súkkulaðimús með núgatmiðju.
Verð fyrir matinn er kr. 3.500
Stjórnarkonur sjá um fundinn. „Fordrykkur“
Þema kvöldsins er „Haustið“        Mynd frá Sigríður Jóhannesdóttir.
Léttir tónar að hætti Ellý Vilhjálmsdóttur undir stjórn
„Katalin lorincz“ píanóleikara.
Konur að hittast eftir sumarið á fyrsta fundi vetrar „Spjall“

Vinsamlega tilkynnið þátttöku eigi síðar en þriðjudaginn
26. september.
Aðeins verður pantaður matur fyrir þær sem tilkynna sig til neðangreindra og leggi inn á reikning félagsins.
318-26-11124 kt 700169-7319
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Laufey Jóhannsdóttir gjaldkeri 896-9727
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Svanhildur Gísladóttir ritari 895-1569

Stjórn kvenfélags Garðabæjar.
Helena Jónasdóttir formaður.

Ath! Fyrirhuguð er árshátíð 3. nóvember nk.
takið daginn frá :)

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.