Kvenfélagið gefur gjöf til Styrktarsjóðs Garðasóknar

Kvenfélagið gefur gjöf.
Við helgileik í Vítalínskirkju um helgina afhentu S. Helena Jónasdóttir formaður og Guðrún Eggertsdóttir varaformaður
kr. 500.000 styrk Kvenfélags Garðabæjar til Styrktarsjóðs Garðasóknar, sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir veitti viðtöku fyrir hönd Styrktarsjóðsins.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvenfélagið styður sjóðinn sem úthlutar til þurfandi einstaklinga og fjölskyldna á Aðventunni.
Félagsstarf Kvenfélagsins hefur því miður legið niðri um hríð af ástæðum sem allir þekkja.
Var árlegri Kvenfélagsmessu á fyrsta sunnudag í Aðventu aflýst, en sent út í streymi.Gjöf til Styrktarsjóðs Garðasóknar
Einnig var jólafundinum sem áætlaður var 7. desember 2021 aflýst.
Vonast er til að eðlilegt félagsstarf geti hafist á nýju ári.

Stjórn Kvenfélagsins sendir félagskonum og íbúum Garðabæjar hugheilar jólaóskir, með ósk um gleðileg jól.
S. Helena Jónasdóttir formaður

__________________________
 

Áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar!

12.mars 2020

Kæru Kvenfélagskonur!

Í ljósi aðstæðna og fyrst og fremst með velferð ykkar í huga kæru kvenfélagskonur.

Öllum má vera ljóst að mjög sérstakar aðstæður hafa nú skapast í þjóðfélaginu.

Meðfylgjandi er áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar um tímabundna niðurfellingu á félagsfundi þann 7.apríl í ljósi aðstæðna.

Hluti er í áhættuhópi vegna veirunnar og er þar horft til aldurs og einnig undirliggjandi sjúkdóma.

Að óbreyttu hefjast fundir og vorferð að nýju eftir páska, laugardaginn 2. maí höldum við til Vestmannaeyja og þriðjudaginn 5. maí fundum við kæru kvenfélagskonur á Garðaholti.

Við fylgjum öllum fyrirmælum sem koma frá Landlæknisembættinu og Almannavarna og gætum ýtrust varúðar til að reyna að forðast smit og látum ykkur vita ef annað kemur í ljós.

Gleðilega páska og hafið það sem allra best þar til við hittumst á ný. 

Kærleikskveðja á rafrænu formi.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður

Vetrarstarf Kvenfélags Garðabæjar

Hátíðarhöldin þann 17. júní voru glæsileg, kvenfélagskonur vilja þakkar bæjarbúum fyrir að koma til hátíðarhlaðborðs félagsins. Án ykkar þátttöku og gesta ykkar hefði dagurinn ekki tekist svo vel. Það var ekki laust við kvíða hjá konum að takast á við verkefnið nú á nýjum og ókunnum stað. En erum gríðarlega þakklátar bænum að hafa treyst okkur fyrir nýja salnum Sveinatungu á Garðatorgi og að fá að setja upp hugmynd okkar að kaffihúsastemningu á inntorgi Garðatorgs. Það hefði ekki tekist svo vel nema með þátttöku bæjarbúa, sem fjölmenntu á Garðatorg. Rétt er að minnast á að kvenfélagið leggur til fjallkonu á 17. júní, enda á félagið skautbúning.

Vetrarstarf kvenfélagsins verður fjölbreytt að vanda, þá munu gestir koma í heimsókn með áhugaverð erindi á félagsfundi til skemmtunar og fróðleiks, því konur njóta þess að hafa gaman saman. Auk þess flytja konur ljóð eða örsögur á fundum. 

Fjáröflunarnefnd hefur tekið til starfa við að undirbúa fjáröflunarkvöld sem haldið verður þann 20 . september. Það eru öflugar konum í hópi 1 sem standa að fjáröflunarkvöldinu, sem stjórn félagsins styður til góðra verka. Konur eru hvattar til að taka með sér gesti á gleðina, því það verður gaman.

Eldri borgurum býður félagið árlega í félagsvist á Garðaholt. Ævinlega með mjög góðri þátttöku og gleði, enda taka stjórnarkonur vel á móti þeim með fínu bakkelsi.

Mikilvægur þáttur í samstarfi kvenfélagsins og kirkjunnar er að aðstoða fermingarbörn.sem fermast í Garðasókn. Kvenfélagið hefur haft umsjón og á fermingarkirtlanna sem börnin skrýðast við ferminguna. Félagskonur sjá um að máta réttar stærðir fyrir ferminguna og ekki síst á sjálfan fermingardaginn í Garðakirkju og Vídalínskirkju, þar ríkir mikil eftirvænting. 

Vetrarstarf Kvenfélags Garðabæjar hefst nú þriðjudaginn 1. október kl. 19:00 eftir sumarfrí.

Allar konur eru velkomnar að kynna sér kvenfélagið, félagsfundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði frá september til maí ár hvert.

Starfsemi Kvenfélags Garðabæjar fer fram í Félagsheimili Garðaholts.


Nánar um Kvenfélag Garðabæjar á www.kvengb.is

 

Með Kvenfélagkveðju

Stjórn

 

FB_IMG_1566850337269.jpg

 

 

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar 2018-2019

Aðalstjórn 2018-2019
Formaður           S. Helena Jónasdóttir        6907503  -  5657584
Varaformaður     Erla Bil Bjarnardóttir          6808585  -  5656707
Ritari                  Svanhildur Gísladóttir        8951569
Gjaldkeri            Sigríður Jóhannesdóttir     8932299  -  5658797
Meðstjórnandi   Jóhanna Sigmundsdóttir    8991136  -  5658026

Varastjórn 2018-2019

Inga Hildur Yngvadóttir            8614959  -  5850158
Sigríður Erla Jónsdóttir            6931280  -  5552820
Þorgerður H. Halldórsdóttir      8951572  -  5651572
Sigríður Sigurðardóttir             8662022  -  5656385

 Stjórn kvengb 2018.jpg

Dagskrá Kvenfélags Garðabæjar haustið 2018

Dagskrá Kvenfélags Garðabæjar haustið 2018,

fundir hefjast allir kl.19:00

  1. 1.Fundur 2. október 2018.

Fundarsetning: Erla Bil Bjarnardóttir, varaformaður í forföllum formanns.

Fundarstjóri: Þorgerður Halldórsdóttir

Ritari les: Svanhildur Gísladóttir

Hópur 1. Birna Hilmarsdóttir kaffihlaðborð.

Gestur fundarins er Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir 

Erindi: Er barnið okkar besta útgáfan af sjálfu sér?

Þema fundarins er haustið.

Þuríður Sigurðardóttir flytur ljóð. Hún skorar á næstu konu...

Stjórnarkonur í fundarboði hvetja félagskonur að taka með sér gesti á fundinn.

2. Fundur 6. nóvember

Fundasetning: S. Helena Jónasdóttir formaður.

Fundarstjóri: Lára Kjartansdóttir

Ritari les: Svanhildur Gísladóttir

Hópur.2 Ellen Sigurðardóttir/Dagmar Erna Sigurðardóttir/ Kaffihlaðborð

Kristín Jóhannesdóttir höfundur bókarinnar „ Ekki gleyma mér „ áhugavert erindi.

Þema fundarins eru slæður litríkur fundur.

Ljóðalestur ?

Athugið að gestir eru velkomnir á fundinn.

3. Spilavist eldriborgara á Garðaholti í umsjón stjórnar 8. nóvember kl.19:00. Rútan kemur kl.18:30 hvetjum við allar kvenfélagskonur að mæta á spilavistina mikil gleð og ánægja með þetta. Skipulagt í samráði við Berglindi forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Garðabæ.

4. Jólamessan okkar 2. des á Garðakirkju kl 14:00 Helga Björg Jónsdóttir djákni þjónar til altarins

ásamt Vigdísi Erlingsdóttir hugvekja , Anna Rósa Skarphéðinsdóttir/Lára Kjartansdóttir ritningalestur. Formaður forfallaður / varaformaður Erla Bil tendrar spádómskertið.

Endilega fjölmennið í messuna um 50 gestir mættu á síðustu jólamessu. Gott að koma sér í jóla gírinn með því að mæta í kirkju.

5. Jólafundur 4. desember hátíðarfundur.

Fundasetning : S.Helena Jónasdóttir formaður

Ritari: Svanhildur Gísladóttir ritari

Hópur 3. Guðrún Eggertsdóttir - MATARFUNDUR!

Spari klæðnaður í tilefni afmælisársins með flottu kvöldi sem Bergþór Pálsson / Albert Eiríksson skemmta. Stjórnarkonur hvetja ykkur til að taka með ykkur gesti.

Vonumst eftir góðu samstarfi á komandi vetri

Með kærri kveðju

Stjórn

Viðburðir á vegum kvenfélagsins.
Ferðir farnar á vegum félagsins.
Námskeið haldin á vegum félagsins.
Liðnir fundir á vegum félagsins.

Nýjustu fréttir Kvenfélags Garðabæjar.

Stjórnin sendi nýverið tölvupóst og/eða bréf til félagskvenna. Þar má finna upplýsingar um næsta félagsfund 3. maí, KSGK gönguferðina mánudaginn 9. maí og loks vorferðina laugardaginn 28. maí.

Ferðanefnd félagsins leggur nú nótt við dag við undirbúning ferðarinnar norður í land. Nánar verður sagt frá störfum nefndarinnar á næsta fundi.