Aðalfundi 3. febrúar 2021 frestað

Garðabær 18.01.2021

Aðalfundi 3. febrúar 2021 frestað!

Stjórn óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýs árs 2021 og vonar að þið hafið haft það gott í ykkar jólakúlu yfir jól og áramót.
Nú er nýtt ár hafið og það þýðir nýtt upphaf, við tökum vel á móti 2021.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum þétt saman og snúum bökum saman.

Þó með minnst tveggja metra millibili.

Öll él birta upp um síðir og á það sérstaklega vel við núna, þegar þorrinn er handan við hornið.

Það eru forréttindi að búa í landinu okkar á svona tímum, hér er fámennt og góðmennt og ekki verður betur séð annað en að allir séu að gera sitt besta.

Þetta eru svo sannarlega óvenjulegir tímar svo ekki sé meira sagt.

Við sjáum okkur ekki fært að hafa aðalfund eins og stóð til að hafa þann 3. febrúar 2021.

“Gjöf til allra kvenna” á Íslandi andvirði kr. 9.000 á hverja kvenfélagskonu hefur verið lögð inn á reikning Kvenfélagasambands Íslands okkar framlag.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru Kvenfélagskonur vonandi fljótlega.

Við munum boða til aðalfundar um leið og hægt er.

Fegurðin

Með þér býr innri friður
fegurra en því þú veist.
Með þér býr ljósið
svo hreint og skært.
Lát það skína,
svo fleiri njóti
og vittu til það birtir upp.


Kærleikskveðja til ykkar
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
S.Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélag Garðabæjar styrkir landssöfnun Kvenfélagasambands Íslands

Í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands standa öll kvenfélög um allt land fyrir söfnun fyrir tækjum og búnaði sem tengir rafrænt saman ómtæki hvar sem er á landinu. Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, jafnt fæðandi konum sem og konum með kvensjúkdóma. Með kaupum á þessum tækjum væri hægt að óm- og tæknivæða landið og tengja það saman sem eina heild. Ómskoðanir eru snar þáttur í tengslum við skoðun kvenlíffæra, hvort sem um er að ræða á meðgöngu, fæðingu eða vegna gruns um kvensjúkdóma. Þessar skoðanir þykja sjálfsagðar og flestar konur á landinu þekkja mikilvægi þeirra. Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Kvenfélag Garðabæjar mun greiða kr. 9.000 á hverja félagskonu inn í þessa landssöfnum fyrir n.k. áramót.

Fh. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasóttir

Kvenfélag Garðabæjar styrkir Garðasókn

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar ákvað að styrkja Styrktarsjóð Garðasóknar um kr. 200.000 sem rennur til þeirra, sem á þurfa að halda fyrir hátíðarnar. Afhending styrksins til Garðasóknar fór fram í Vídalínskikju þann 4. desember s.l.. fyrir framan aðventukransinn sem var einnig gjöf frá félaginu. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur tók við gjafabréfinu af formanni félagsins S. Helenu Jónasdóttur og var varaformaður Guðrún G. Eggertsdóttir og ritari Erla Bil Bjarnadóttir viðstaddar. 

Kvenfélag Garðabæjar sendir árnaðaróskir til bæjarbúa í tilefni jólanna. 

Kvenfélagið styrkir Garðasókn 4.12.2020 lítil