Hátíðarfundur 4. desember 2018 kl. 19

 Hátíðarfundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 4. desember 2018 kl. 19:00

 Picture2.png

 

Eftir hefðbundinn fundarstörf  verður borinn fram kvöldverður.  

Á matseðlinum verður:  

Appelsínutónaðar kalkúnabringur, blandað rótargrænmeti, sætar kartöflur með kornflexi og villisveppasósa

Tiramisú með Kalhlua og kakó og kaffi í eftirrétt.

Einnig er í boði grænmetisréttur fyrir þær sem vilja, vinsamlega látið vita um leið og pantað er.

Matreiðslumeistari er Aðalsteinn Friðriksson 

 

Hópur 3 sér um fundinn, hópstjóri er Guðrún Eggertsdóttir                                                  

 

Gestir kvöldsins eru:

Helga Björk Jónsdóttir djákni flytur jólahugvekju

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson verða með atriði inn á milli rétta, fjalla aðeins um  borðsiði, segja skemmtisögur og taka lagið. 

Happadrættið á sínum stað.

                                   Picture2.png                                                Spariklæðnaður              

         

Fjölmennum á fundinn og hvetjum konur til að taka með sér vinkonu eða aðrar góðar konur

 

Það þarf að vera búið að leggja inn 3.600 kr. á bankareikning  Kvenfélagsins: 0318-26-11124 kt. 700169-7319

fyrir mánudaginn 26. nóvember 2018.  

 

Einnig er hægt að skrá sig á fundinn hjá: 

Sigríði Jóhannesdóttur gjaldkera gsm 8932299                   

Erlu Bil varaformanni gsm 6808585

Svanhildur ritari ber út til þeirra sem ekki hafa netföng skráð hjá félaginu.

                                                                                                                                        

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar. 

 Picture2.png

Með hlýjum kveðjum

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar, 

S.Helena Jónasdóttir formaður. 

Kvenfélagsfundur 6. nóvember 2018 kl. 19

Næsti kvenfélagsfundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 6. nóvember kl. 19.00 

Eftir venjuleg félagsfundarstörf er kaffihlé.
Hópur 2 sér um kaffihlaðborð.
Hópstjórar eru Ellen Sigurðadóttir / Dagmar Elín Sigurðardóttir.

Gestur fundarins er Kristín Jóhannsdóttir rithöfundur, lofar hún góðu kvöldi.

Þemað kvöldsins eru litríkar slæður.

image.png

 

Endilega takið með ykkur gesti. 
Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

F.h. stjórnar
S. Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélagsfundur 2. október 2018 kl. 19

  1. Næsti félagsfundur verður haldinn að Garðaholti 2. október 2018 kl. 19

Fundarsetning: Erla Bil Bjarnardóttir, varaformaður í forföllum formanns.

Fundarstjóri: Þorgerður Halldórsdóttir

Ritari les: Svanhildur Gísladóttir

Hópur 1 sér um kaffihlaðborð.  Hópstjóri er: Birna Hilmarsdóttir

Gestur fundarins er Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir 

Erindi: Er barnið okkar besta útgáfan af sjálfu sér?

Þema fundarins er haustið.                 haust.jpeg

Þuríður Sigurðardóttir flytur ljóð. Hún skorar á næstu konu...

Stjórnarkonur hvetja félagskonur að taka með sér gesti á fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

F.h. stjórnar
S. Helena Jónasdóttir formaður

17. júní 2018 Kaffihlaðborð

17. júní 2018 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. 

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar

Verður haldið í FLATASKÓLA kl. 14:00 - 17:00
Forsala aðgöngumiða hefst kl. 13:00 í anddyri skólans. 

Allir hjartanlega velkomnir.

Með hátíðarkveðju 17. júní nefndin og stjórn Kvenfélags Garðabæjar

 17 juni (1).jpg

Kvenfélagskonur kolefnisjafna flugferð til Edinborgar

Kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti.

Þar gróðursettu þær 83 trjáplöntur í reit félagsins, en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins til Edinborgar.  Í vorferð félagsins, sem var farin til Edinborgar dagana 4. -7. maí  kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitnum í Smalaholti og tóku allar kvenfélagskonur vel í þá hugmynd.

Að lokinni gróðursetningu var konum síðan boðið uppá kakó og nýbökuð horn.  

Skógarnefnd Kvenfélags Garðabæjar

Erla Bil Bjarnardóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir og Eygló Bjarnardóttir.

Kvengb Smalaholti 1.jpg