Áríðandi tilkynning Aðalfundi frestað

Sælar kæru kvenfélagskonur! 

Í ljósi aðstæðna og fyrst og fremst með velferð ykkar í huga kæru félagskonur
verðum við að fresta aðalfundi félagsins sem átti að vera 29.mars 2021 í Safnaðarheimili Kirkjulundi
en nú mega aðeins 10 manns koma saman.    Vonbrigði lítil
 
Nýtt fundarboð verður sent ykkur um leið og við getum haldið aðalfund.

Með hlýjum kveðjum   
                             Páskar
F.h. Stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Helena Jónasdóttir formaður

Aðalfundur 29. mars 2021 kl. 19 haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjulundi

Boðað er til aðalfundar Kvenfélags Garðabæjar í Safnaðarheimili Kirkjuhvoli mánudaginn 29.03.2021 kl.19:00

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.

  • Skýrsla stjórnar á milli aðalfunda.
  • Fundargerð síðasta félagsfundar
  • Ársreikningur Kvenfélagsins
  • Ársreikningur Garðaholts
  • Kosið verður í aðalstjórn og varastjórn.
  • Kosið verður í nefndir fyrir árið 2020-2021.
  • Lagabreytingar, engar tillögur hafa borist.
  • Önnur mál
    - Málefni Garðaholts

Léttar Veitingar í boði félagsins í umsjón stjórnar.

Vináttan er eina límið sem dugir á heiminn!

Fundarboð hefur verður borið út til þeirra sem ekki eru nettengdar.

Hlökkum til að sjá sem flestar kvenfélagskonur.

Athugið vegna fjöldatakmarkana á samkomum, þurfa konur að skrá sig til fundarins, með kennitölu,heimilisfangi og síma.

Skráningar skulu berast til Erlu Biljar ritara í netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í s.680 8585

Vinsamlega skráið ykkur eigi síðar en
 25. mars n.k. vegna pöntunar á veitingum.

ATH. Grímuskylda.

 Með hlýjum kveðjum
 f.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,  
 S.Helena Jónasdóttir formaður

Látið verður vita ef að eitthvað breytist.


 

Aðalfundi 3. febrúar 2021 frestað

Garðabær 18.01.2021

Aðalfundi 3. febrúar 2021 frestað!

Stjórn óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýs árs 2021 og vonar að þið hafið haft það gott í ykkar jólakúlu yfir jól og áramót.
Nú er nýtt ár hafið og það þýðir nýtt upphaf, við tökum vel á móti 2021.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum þétt saman og snúum bökum saman.

Þó með minnst tveggja metra millibili.

Öll él birta upp um síðir og á það sérstaklega vel við núna, þegar þorrinn er handan við hornið.

Það eru forréttindi að búa í landinu okkar á svona tímum, hér er fámennt og góðmennt og ekki verður betur séð annað en að allir séu að gera sitt besta.

Þetta eru svo sannarlega óvenjulegir tímar svo ekki sé meira sagt.

Við sjáum okkur ekki fært að hafa aðalfund eins og stóð til að hafa þann 3. febrúar 2021.

“Gjöf til allra kvenna” á Íslandi andvirði kr. 9.000 á hverja kvenfélagskonu hefur verið lögð inn á reikning Kvenfélagasambands Íslands okkar framlag.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru Kvenfélagskonur vonandi fljótlega.

Við munum boða til aðalfundar um leið og hægt er.

Fegurðin

Með þér býr innri friður
fegurra en því þú veist.
Með þér býr ljósið
svo hreint og skært.
Lát það skína,
svo fleiri njóti
og vittu til það birtir upp.


Kærleikskveðja til ykkar
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
S.Helena Jónasdóttir formaður