Vorhreinsun Kvenfélagsins 14. maí 2020 kl. 16:30

Komið þið sælar kæru Kvenfélagskonur ég vona að þið hafið allar haft það gott og eru við góða heilsu.


Vorhreinsun Kvenfélagsins

Kvenfélagskonur taka þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar með því að snyrta og tína rusl umhverfis Garðaholt.

Mætum hressar og kátar í Garðaholt fimmtudaginn 14. maí kl.16:30

Pokar og áhöld á staðnum.


Hlakka til að sjá ykkur. 

Boðið verður uppá heitt kakó og meðlæti í lokin.

vorhreinsun loda 2020 lítil

Kærleikskveðja

Helena Jónasdóttir formaður

Ganga KSGK 7. maí nk. frestað til ársins 2021

Kæru Kvenfélagskonur!
Í ljósi aðstæðna höfum við Gefnarkonur ákveðið að fresta KSGK göngunni fram í maí 2021 og mætum þá hressar og skemmtilegar.

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar                                                                     hópur kvenna

Fordómalausir tímar 15.04.2020

Kæru félagskonur!

Vonum að þið og fjölskyldur ykkar hafi það sem allra best.

Við lifum svo sannarlega undarlega tíma, hver hefði trúað því að við þyrftum að ferðast innanhúss á páskum 2020 en við erum hlýðin þjóð og hlýðum þríeykinu.

Samkomubann hamlar því að við getum hist.

Fordómalausir tímar kalla á fordæmalaus viðbrögð. Í ljósi þess hefur stjórn ákveðið að fella niður félagsfund Kvenfélags Garðabæjar þann 5. maí nk. með von um betri tíma, þá kom þetta ljóð upp í huga,

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi,
einkum fyrir unga drengi.

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fingur.

Höfundur Halldór Laxnes

Varðandi 17. júní þá er það skoðun stjórnar að í ljósi ástandsins verði óhjákvæmilegt annað en að fella niður okkar árlega hátíðarkaffihlaðborð og um leið helstu fjáröflun félagsins þetta árið. 

                                       Við óskum ykkur gleðilegs sumars kæru Kvenfélagskonur  Rauð rós lítil


Með kærleikskveðju til ykkar kæru félagskonur    
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar             
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður

 

P.S í sumar þegar veiran hægir á sér, er aldrei að vita nema að við gerum eitthvað skemmtilegt saman?

Áríðandi tilkynning frá ferðanefnd Kvenfélagsins

Kæra kvenfélagskona!

Vegna COVID-19 veirunnar og samkomubanns verður ekki farið í vorferð Kvenfélagsins þann 2. maí n.k. Við munum því stefna á að ferðinni verði breytt í haustferð laugardaginn 19. September 2020 þar sem við hristum okkur saman fyrir veturinn. Takið daginn frá núna svo að þið missið ekki af þessari frábæru haustferð. Nánar með tölvupósti til ykkar síðar.

Með kærri páska- og sumarkveðju,

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Pálína Kristinsdóttir
Lára Kjartansdóttir
Magnúsína Valdimarsdóttir

Páskaegg

Áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar!

12.mars 2020

Kæru Kvenfélagskonur!

Í ljósi aðstæðna og fyrst og fremst með velferð ykkar í huga kæru kvenfélagskonur.

Öllum má vera ljóst að mjög sérstakar aðstæður hafa nú skapast í þjóðfélaginu.

Meðfylgjandi er áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar um tímabundna niðurfellingu á félagsfundi þann 7.apríl í ljósi aðstæðna.

Hluti er í áhættuhópi vegna veirunnar og er þar horft til aldurs og einnig undirliggjandi sjúkdóma.

Að óbreyttu hefjast fundir og vorferð að nýju eftir páska, laugardaginn 2. maí höldum við til Vestmannaeyja og þriðjudaginn 5. maí fundum við kæru kvenfélagskonur á Garðaholti.

Við fylgjum öllum fyrirmælum sem koma frá Landlæknisembættinu og Almannavarna og gætum ýtrust varúðar til að reyna að forðast smit og látum ykkur vita ef annað kemur í ljós.

Gleðilega páska og hafið það sem allra best þar til við hittumst á ný. 

Kærleikskveðja á rafrænu formi.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður