Fjör í desember

Desember hefur verið viðburðaríkur hjá Kvenfélagi Garðabæjar. 

 

Fyrsta sunnudag í aðventu í Vídalínskirkju tóku félagskonur þátt í dagskrá dagsins ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur.

 

Jólafundurinn var haldinn 3. desember á Garðaholti. Konur fjölmenntu á fundinn og nutu samveru við kvöldverð og fjölbreytta dagskrá. Þar fóru einnig fram styrkveitingar félagsins fyrir árið 2019; til Minningar og styrktarsjóðs Arnarins, Styrktarsjóðs Garðasóknar og MS félags Íslands.Þær þökkuðu veglega styrki og kynntu starfsemi þessara styrktarsjóða.

 

Fleira skemmtilegt var gert, Helga Björk Jónsdóttir djákni flutti jólahugvekju um jólavenjur, Mosfellskórinn söng jólalög og kona kvöldsins var valin.

 P1070741.jpgImage 54.jpg

P1070769.jpg

P1070798.jpg

 

 

Kvenfélagsfundur 3. desember 2019 kl. 19

Boðað er til félagsfundar í Kvenfélagi Garðabæjar á Garðaholti þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 19:00

Jólafundur / matarfundur              kerti.jpeg

Matseðill: kalkún með kornflex hjúpuðum sætum kartöflum, eplasalati og villisveppasósu, með malt og appelsín og  sætur biti á eftir.

Vegna matarins þarf að leggja inn,  3000 kr. á bankareikning  0318-26-11124 kt. 700169-7319

fyrir fimmtudaginn 28. nóvember 2019.  

 

Einnig er hægt að skrá sig á fundinn hjá: 

Sigríði Jóhannesdóttur gjaldkera gsm 8932299                   

Erlu Bil Bjarnardóttur ritara gsm 6808585 

 

Umsjón kvöldsins: Hópur 4 - hópstjórar Lára Kjartansdóttir / Laufey Jóhannsdóttir

 

Dagskrá kvöldsins er mjög fjölbreytt og skemmtileg !

Hugvekja Helga Björk Jónsdóttir

Afhending styrkja til Minningar- og styrktarsjóðs Arnarins og

Styrktarsjóðs Garðasóknar.  Jóna Hrönn Bolladóttir tekur á móti því.

Frá félagskonu

Kona kvöldsins valin

Mosfellskórinn undirstjórn Vilbergs Viggóssonar 

 

Fjölmennum á fundinn og gestir eru velkomnir.

 

Aðventu messan okkar 1. desember í Vídalínskirkju kl.11:00 

Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt félagskonum.

 

Kærleikskveðja Stjórn Kvenfélags Garðabæjar,

S.Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélagskonur höfðu gaman saman

Hugarflugsfundur Kvenfélags Garðabæjar sem haldinn var á Garðaholti 5. nóvember síðastliðin tókst frábærlega vel.

Konur skemmtu sér vel við að ræða innri mál félagsins í hópastarfi, sem við kölluðum „Hristum okkur saman“.

Almenn ánægja var með kvöldið, ný félagskona Bryndís Lýðsdóttir gekk í félagið og fram kom ung söngkona  Helena Guðrún Þórsdóttir.

Niðurstöður fundarins verða kynntar félagskonum.

 

Hristumokkursaman_051119_3.jpg

Formaður og nýr félagi 051119.jpg P1070699.jpg

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar 2019-2020

S.Helena Jónasdóttir, formaður                        6907503  5657584 

Guðrún Eggertsdóttir, varaformaður                6989359  5641586  

Erla Bil Bjarnardóttir, ritari                              6808585  5656707      

Sigríður Jóhannesdóttir, gjaldkeri                    8932299  5658797

Jóhanna Sigmundsdóttir, meðstjórnandi          8991166  5658026 

Varastjórn:
Sigríður Sigurðardóttir                                     8662022  5656385

Sigríður Erla Jónsdóttir                                    6931280  5552820

Pálína Kristinsdóttir                                         8991677

Inga Hildur Yngvadóttir                                   8614959

 

IMG_1094.JPG

Kvenfélagsfundur 5. nóvember 2019 kl. 19:00

Boðað er til fundar í Kvenfélagi Garðabæjar á Garðaholti þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 19:00

  Óvænt uppákoma !!!

„Hristum okkur saman“

Gestur fundarins: Helena Guðrún Þórsdóttir nemi úr MR syngur nokkur lög.    

Umsjón kvöldsins: Hópur 3 - hópstjóri er Guðrún Eggertsdóttir

Matseðill: Kjúklingasúpa, og  sætur biti á eftir.   

Vegna matarins þarf að leggja inn  2.600 kr. á bankareikning  0318-26-11124 kt. 700169-7319

fyrir fimmtudaginn 30. október 2019.  

Það er líka hægt að tilkynna sig og greiða á fundinum verðum bara að fá fjöldann á súpuna.                                                              

Hægt er að skrá sig á fundinn hjá:

Sigríði Jóhannesdóttur gjaldkera gsm 8932299                     

Guðrúnu Eggertsdóttur varaformaður gsm 6989359

Gestir velkomnir

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasdóttir formaður