Áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar!

12.mars 2020

Kæru Kvenfélagskonur!

Í ljósi aðstæðna og fyrst og fremst með velferð ykkar í huga kæru kvenfélagskonur.

Öllum má vera ljóst að mjög sérstakar aðstæður hafa nú skapast í þjóðfélaginu.

Meðfylgjandi er áríðandi tilkynning frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar um tímabundna niðurfellingu á félagsfundi þann 7.apríl í ljósi aðstæðna.

Hluti er í áhættuhópi vegna veirunnar og er þar horft til aldurs og einnig undirliggjandi sjúkdóma.

Að óbreyttu hefjast fundir og vorferð að nýju eftir páska, laugardaginn 2. maí höldum við til Vestmannaeyja og þriðjudaginn 5. maí fundum við kæru kvenfélagskonur á Garðaholti.

Við fylgjum öllum fyrirmælum sem koma frá Landlæknisembættinu og Almannavarna og gætum ýtrust varúðar til að reyna að forðast smit og látum ykkur vita ef annað kemur í ljós.

Gleðilega páska og hafið það sem allra best þar til við hittumst á ný. 

Kærleikskveðja á rafrænu formi.

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður

Félagsfundar þann 3. mars 2020 að Garðaholti kl. 19

Boðað er til félagsfundar þann 3. mars n.k. hjá Kvenfélagi Garðabæjar að Garðaholti og hefst hann kl. 19

Hópur 6 sér okkur fyrir veitingum

Hópstjórar eru:

Sonja Margrét Halldórsdóttir/Svanhildur Gísladóttir

Kaffi/nefndargjald 1.500 kr.

Það er velkomið að taka með sér handavinnu/prjóna. Það sem toppar kvöldið eru leynigestir sem munu skemmta okkur.

Listakonan Jóhanna Maack kynnir glæsilegar silkislæður.    Slæður Jóhanna Maak 2 lítil

Endilega takið með ykkur gesti

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og höfum gaman saman.

 

F.h. stjórnar kvenfélags Garðabæjar

S. Helena Jónasdóttir formaður

90 ára afmæli Kvenfélagssamband Ísland

Komið þið sælar kæru félagskonur.

Góð kvenfélagskona, gulli betri

Dagur Kvenfélagskonunnar er 1. febrúar 2020

Innilegar hamingjuóskir til ykkar með dag kvenfélagskonunnar þann 1.febrúar 2020
Gyllum tilveruna

Meðf. er skjal um söfnum á vegum KÍ fyrir tækjum og búnaði sem tengir rafrænt saman ómtæki hvar sem er á landinu. Tilefnið er 90 ára afmæli Kvenfélagsambands Íslands Söfnun í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands sem stofnað var 1. febrúar 1930

Kærleikur - Samvinna - Virðing

Kærleikskveðja,
f.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar

S.Helena Jónasdóttir formaður
--------------

ATH. Leggið andvirði armbands inn á reikning Kvenfélags Garðabæjar
         Kennitala 700169 -7319 Reikningsnúmer 0318-26-011124 

 Gjöf til Kvenna leiðrétt