Kvenfélag Garðabæjar styrkir landssöfnun Kvenfélagasambands Íslands

Í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands standa öll kvenfélög um allt land fyrir söfnun fyrir tækjum og búnaði sem tengir rafrænt saman ómtæki hvar sem er á landinu. Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, jafnt fæðandi konum sem og konum með kvensjúkdóma. Með kaupum á þessum tækjum væri hægt að óm- og tæknivæða landið og tengja það saman sem eina heild. Ómskoðanir eru snar þáttur í tengslum við skoðun kvenlíffæra, hvort sem um er að ræða á meðgöngu, fæðingu eða vegna gruns um kvensjúkdóma. Þessar skoðanir þykja sjálfsagðar og flestar konur á landinu þekkja mikilvægi þeirra. Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Kvenfélag Garðabæjar mun greiða kr. 9.000 á hverja félagskonu inn í þessa landssöfnum fyrir n.k. áramót.

Fh. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasóttir

Kvenfélag Garðabæjar styrkir Garðasókn

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar ákvað að styrkja Styrktarsjóð Garðasóknar um kr. 200.000 sem rennur til þeirra, sem á þurfa að halda fyrir hátíðarnar. Afhending styrksins til Garðasóknar fór fram í Vídalínskikju þann 4. desember s.l.. fyrir framan aðventukransinn sem var einnig gjöf frá félaginu. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur tók við gjafabréfinu af formanni félagsins S. Helenu Jónasdóttur og var varaformaður Guðrún G. Eggertsdóttir og ritari Erla Bil Bjarnadóttir viðstaddar. 

Kvenfélag Garðabæjar sendir árnaðaróskir til bæjarbúa í tilefni jólanna. 

Kvenfélagið styrkir Garðasókn 4.12.2020 lítil

Bréf frá formanni til Kvenfélagskvenna 26.11.2020

Garðabær 26.11.2020

Komið þið sælar kæru félagskonur!                                                      

Við stjórnarkonur vonum innilega að þú og fjölskylda þín hafir það sem allra best, séuð við góða heilsu og líði vel, við erum sjálfar í ágætu standi og við góða heilsu.

Þetta er búið að vera mjög sérstakur tími hjá okkur, höfum náð hingað til að halda nokkra stjórnarfundi, meðal annars um Garðaholt sem stjórnin hefur tekið við rekstri um tíma.

Vonandi fer nú staðan að lægja í ástandinu enn geisar hún um víða veröld, gleðileg frétt var þegar við heyrðu um væntanlegt bóluefni, gefur okkur von fyrr en seinna um bjartari tímar.

Nú förum við inn í aðventuna og jólaundirbúning þar sem margt er í óvissu.  Við munum þurfa að fylgja ýmsum tilmælum og sýna ábyrgð í þágu almennings.

Ákveðið er að halda ekki Kvenfélagsfund fyrr en á nýju ári, við vorum farnar að hlakka til að hafa jólafund og hitta ykkur en við fylgjum öllum reglum.

Hér nálgumst við marklínuna og verðum áfram að sýna þrautseigju og enn meira þol svo vonandi við náum að njóta dimmasta tíma ársins aðventunnar og jólahátíðar sem er á næsta leiti. Tendrum kerti og ljós í kringum okkur úti og inni er lýsir okkur og umhverfið upp þar til að daginn fer að lengja á ný, það er eitthvað að hlakka til.

Ekki getum við kvartað yfir veðrinu sem búið er að vera þokkalega gott og margir yndislegir dagar til útivistar og ekki er snjórinn sjáanlegur að neinu ráði, njótum.

Farið vel með ykkur kæru konur.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
þá veitist þér andlegur styrkur.Mynd með dreifibréfi 26.11.2020
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Að lokum bið ég ykkur að njóta aðventunnar og búa ykkur gæðastund með ykkar nánustu.

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Fh. Stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasdóttir formaður

Frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar 23. 10. 2020

Komið þið sælar kæru félagskonur!

Ég vona að þið og fjölskyldur ykkar hafi það gott og bið Guð að vernda okkur frá þeim vágesti sem við öll óttumst og hefur komið víða þungt inn í okkar samfélag.

Tilkynnt verður sérstaklega þegar kvenfélagsfundir geta hafist að nýju.

Það mun fara eftir þeim fyrirmælum og reglum sem yfirvöld setja um fjöldatakmarkanir og aðrar þær aðgerðir sem geta haft áhrif á starfið.

Að töfralindinni leið mín lá

því lindin sú veitir mér fró.

Betri hliðar á lífinu lætur mig sjá

og laumar í hugann mér einstakri ró.

                   Höf Heiða Jónsdóttir


Svo vill ég þakka þeim konum sem sendu falleg orð til stjórnar og hringdu í formann varðandi
upplýsingarnar sem við höfum verið að senda ykkur.

Vonum við svo sannarlega að við getum haldið jólafundinn en hann mun verða með öðru sniði.

Kærleikskveðja til ykkar allra erum farnar að hlakka til að geta hitt ykkur
Rós extra lítil
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar                     

S.Helena Jónasdóttir formaður