Bréf frá formanni til Kvenfélagskvenna 26.11.2020

Garðabær 26.11.2020

Komið þið sælar kæru félagskonur!                                                      

Við stjórnarkonur vonum innilega að þú og fjölskylda þín hafir það sem allra best, séuð við góða heilsu og líði vel, við erum sjálfar í ágætu standi og við góða heilsu.

Þetta er búið að vera mjög sérstakur tími hjá okkur, höfum náð hingað til að halda nokkra stjórnarfundi, meðal annars um Garðaholt sem stjórnin hefur tekið við rekstri um tíma.

Vonandi fer nú staðan að lægja í ástandinu enn geisar hún um víða veröld, gleðileg frétt var þegar við heyrðu um væntanlegt bóluefni, gefur okkur von fyrr en seinna um bjartari tímar.

Nú förum við inn í aðventuna og jólaundirbúning þar sem margt er í óvissu.  Við munum þurfa að fylgja ýmsum tilmælum og sýna ábyrgð í þágu almennings.

Ákveðið er að halda ekki Kvenfélagsfund fyrr en á nýju ári, við vorum farnar að hlakka til að hafa jólafund og hitta ykkur en við fylgjum öllum reglum.

Hér nálgumst við marklínuna og verðum áfram að sýna þrautseigju og enn meira þol svo vonandi við náum að njóta dimmasta tíma ársins aðventunnar og jólahátíðar sem er á næsta leiti. Tendrum kerti og ljós í kringum okkur úti og inni er lýsir okkur og umhverfið upp þar til að daginn fer að lengja á ný, það er eitthvað að hlakka til.

Ekki getum við kvartað yfir veðrinu sem búið er að vera þokkalega gott og margir yndislegir dagar til útivistar og ekki er snjórinn sjáanlegur að neinu ráði, njótum.

Farið vel með ykkur kæru konur.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
þá veitist þér andlegur styrkur.Mynd með dreifibréfi 26.11.2020
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Að lokum bið ég ykkur að njóta aðventunnar og búa ykkur gæðastund með ykkar nánustu.

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Fh. Stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasdóttir formaður

Frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar 23. 10. 2020

Komið þið sælar kæru félagskonur!

Ég vona að þið og fjölskyldur ykkar hafi það gott og bið Guð að vernda okkur frá þeim vágesti sem við öll óttumst og hefur komið víða þungt inn í okkar samfélag.

Tilkynnt verður sérstaklega þegar kvenfélagsfundir geta hafist að nýju.

Það mun fara eftir þeim fyrirmælum og reglum sem yfirvöld setja um fjöldatakmarkanir og aðrar þær aðgerðir sem geta haft áhrif á starfið.

Að töfralindinni leið mín lá

því lindin sú veitir mér fró.

Betri hliðar á lífinu lætur mig sjá

og laumar í hugann mér einstakri ró.

                   Höf Heiða Jónsdóttir


Svo vill ég þakka þeim konum sem sendu falleg orð til stjórnar og hringdu í formann varðandi
upplýsingarnar sem við höfum verið að senda ykkur.

Vonum við svo sannarlega að við getum haldið jólafundinn en hann mun verða með öðru sniði.

Kærleikskveðja til ykkar allra erum farnar að hlakka til að geta hitt ykkur
Rós extra lítil
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar                     

S.Helena Jónasdóttir formaður   

Félagsfundi 6. október 2020 frestað

Garðabær 27.09.2020                  

Komið þið sælar kæru félagskonur, vonandi eru þið og fjölskyldur ykkar við góða heilsu.

Það ástand sem nú er í samfélaginu, þar sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðareglur eru við líði hefur mikil áhrif á skipulag félagsstarfsins.

Sjáum við okkur ekki fært að halda fund þann 6. október 2020 því verður hann felldur niður.

Stór þáttur í öllu félagsstarfi er að njóta félagskaparins, hitta vinkonur og hafa gaman saman.

Við sem stöndum fyrir félagsskapnum höfum fengið nýjar áskorun í hendurnar, við þurfum að hugsa skipulagið upp á nýtt, vonandi bara tímabundið og leita nýrra leiða til að halda lífi í félagsstarfinu.

Það er alltaf hægt að finna nýjar útfærslur og nálganir þrátt fyrir Covid ástandið.

Varðandi málefni Garðaholts þá kaus stjórn starfsnefnd og lítur hún svona út.

Dagmar Elín Sigurðardóttir fyrrverandi formaður,
Bjarndís Lárusdóttir fyrrverandi formaður
Anna Nílsdóttir skoðunarmaður reikninga á Garðaholti
Anna Þórðardóttir í húsnefnd

Hafa þær unnið vel að þessu ásamt stjórn og munum við upplýsa ykkur eins fljótt og tækifæri gefst

Vonumst til að geta haldið fund um miðjan október

                                                              Fallegur dagur til ykkar

                                             Metum það sem við eigum, gefum hverjum

                                           degi tækifæri til að sýna okkur hvað við eigum

                                         og hvað við getum! Látum engan tíma fara til spillis,

                                           lífið er ekki endalaust notum og njótum við höfum tækifæri.
                                                                                PinkRoseEmoji extra lítið


Kærleikskveðja frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar                                      

S.  Helena Jónasdóttir formaður

Tilkynning frá ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Kæra kvenfélagskona!

Eins og við vitum allar þá komumst við ekki alveg fyrir þessa hræðilegu COVID-19 veiru og finnst okkur því ekki rétt að leggja af stað í ferðalag til Vestmannaeyja þetta árið.   Við munum því stefna á að fara í vorferð næsta vor laugardaginn 15. maí 2021 þar sem við hristum okkur saman eftir tvo erfiða vetur.  Takið daginn frá núna svo að þið missið ekki af þessari flottu vorferð sem við misstum af á árinu 2020.  Við munum kynna hana síðar í vetur með pompi og prakt.  Njótið lífsins þrátt fyrir Covid og höldum gleðinni.       
   Hjartalaga lítil      

Með kærri ferðakveðju,

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Pálína Kristinsdóttir
Lára Kjartansdóttir
Magnúsína Valdimarsdóttir

Fjáröflunarkvöld fellur niður á árinu 2020

Kæru kvenfélagskonur! 

Af fordómalausum ástæðum hefur fjáröflunarnefndin ákveðið að ekkert fjáröflunarkvöld verði haldið á árinu 2020 en þeim mun öflugra á komandi ári.  

Sedlar ISK

Með kærri kveðju,

F.h. fjáröflunarnefndar 
Steinunn Bergmann
Þuríður Sigurðardóttir