Kvenfélagsfundur 3. apríl 2018 kl. 19:00

Kæru Kvenfélagskonur
Næsti félagsfundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 3. apríl kl. 19.00

Þetta er gestafundur,  Kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnanesi mun heimsækja okkur.

Nú er afmælis árið okkar, en félagið varð 65 ára 8. mars 2018
Verður mikið um að vera á árinu og lofum við skemmtilegu fundarkvöldi.

Þema kvöldsins eru slæður.

slæða.jpg


Kona kvöldsins valin!
Gjöf verður við hvern disk.

Stjórn sér um veitingarnar, það kostar 1500 kr. inn á fundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagskonur sem flestar.

F.h. stjórnar
S. Helena Jónasdóttir formaður

Kvenfélagsfundur 6. mars 2018 kl. 19:00

Næsti Félagsfundur verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 6. mars kl:19.00   

Eftir venjuleg félagsfundarstörf og kaffihlé, kemur fram leynigestur fundarins.
Þetta er vinnukvöld í umsjón þeirra:
Bjarndísar Lárusdóttur og Oddnýjar Þóru Helgadóttur.
Lagðar verða fram tillögur að umræðuefni.
Lofa þær fjölbreyttum og skemmtilegum umræðuefnum.

Boðið verður upp á súpu/brauð og kaffi/konfekt í desert.
Þemað er svuntur á vinnufundi, frumlegasta svuntan fær smá glaðning.svunta.jpg
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Bestu kveðjur stjórn Kvenfélags Garðabæjar
S.Helena Jónasdóttir formaður

Aðalfundur 6. febrúar 2018 kl. 19:00

Kvenfélag Garðabæjar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 19:00 að Garðaholti.

Dagskrá:   Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosið verður um tvær  konur í aðalstjórn til tveggja ára.
Einnig verða fjórar konur kosnar í varastjórn til eins árs.
Kosið verður í nefndir fyrir árið 2018.
Lagðar verða fram tillögur til kosninga sem kynntar voru á jólafundi 5. desember 2017

Boðið verður upp á kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna.
Hverfi 1 er í kaffinefnd.
Hverfisstjórar eru Jóna Rún Gunnarsdóttir og Katrín Eiríksdóttir

Eftir Kaffihlé les Jóna Rún Gunnarsdóttir ljóð.
 
Stjórn Kvenfélagsins hlakkar til samstarfsins í vetur og vonast til þess að sjá sem flestar á fundum félagsins.

Með kærri kveðju

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar

KvenfelagGB.jpeg