Kvenfélagsfundi sem vera átti 7. desember 2021 kl.19:00 er aflýst!

Garðabær 23. nóvember 2021

Kæru kvenfélagskonur,
tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa jólafundinum okkar.  

Ekkert lát er á Covid19 smitum í samfélaginu og samkvæmt reglum til  8. desember er ekki leyft að fleiri en 50 komi saman nema að framvísað verði neikvæðu hraðprófi, að metersreglu sé fylgt og viðkomandi sitji í skráðum sætum.

Förum varlega og hlökkum til að halda jólahátíðina gleðilega með okkar nánasta fólki. Við vonum að lífið í landinu verði ekki svona miklum takmörkunum háð á næsta ári.

Aðventumessunni okkar sem vera átti í Vídalínskirkju 28. nóvember kl. 11:00 verður breytt, henni verður streymt, streymisslóðina má finna í auglýsingu á Fb-síðu Vídalínskirkju.

Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt félagskonumJólamynd.jpg

Jóna Rún Gunnarsdóttir er ræðumaður

Auður Guðmundsdóttir og Bjarndís Lárusdóttir lesa ritningarlestra   

Með kærleikskveðjum
f.h. stjórnar
S. Helena Jónasdóttir formaður
Guðrún G. Eggertsdóttir varaformaður

 

____________________________________

       

Félagsfundur hjá Kvenfélagi Garðabæjar 2. nóvember 2021

Garðabær 22.10.2021

Boðað er til félagsfundar hjá Kvenfélagi Garðabæjar 2. nóvember 2021 á Garðaholti sem hefst kl.19:00.

Dagskrá kvöldsins:

  1. Venjuleg fundarstörf
  2. Formaður býður konur velkomnar og les skýrslu stjórnar
  3. Ritari les síðustu fundargerð

Kaffihlaðborð hefst kl.19:30
Skemmtiatriði kvöldsins, Þuríður Sigurðardóttir sem mun skemmta okkur eins og henni er einni lagið

Gestir á fundinum eru úr Félagi Kvenna í Kópavogi

Kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna sem hópur 6 sér um í umsjá Steinunnar Bergmann og Þuríðar Sigurðardóttur og er verð kr. 1.500 á mann

Konur takið með ykkur gesti, systur, vinkonur

Gott væri að þið myndu skrá ykkur hjá Guðrúnu Eggertsdóttur varaformanni á fundinn email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. gsm 6989359 vegna veitinganna.

Við vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur allar hressar og kátar á félagsfundi.  Höfum gaman saman!

ATH.  BLEIKT ÞEMA            lady pink    

“Besti vinur minn er sá sem gerir mig að betri manni”

Kærleiks kveðja,
F.h. stjórnar kvenfélagsins
S.Helena Jónasdóttir, formaður                

Félagsfundar í Kvenfélagi Garðabæjar 5. október 2021

Garðabær 22.09.2021

Boðað er til félagsfundar í Kvenfélagi Garðabæjar 5. október 2021

Nú er loksins komið að því að við getum farið að hittast á fundi á Garðaholti sem hefst kl.19:00 þriðjudaginn 5. október 2021. Við vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur allar hressar og kátar á fyrsta fundi vetrarins og að félagsstarfið okkar geti haldist með hefðbundnum hætti þetta starfsár.  Hlökkum til að sjá ykkur!

Dagskrá kvöldsins:

  1. Venjuleg fundarstörfPálmar
  2. Formaður býður konur velkomnar og fer yfir skýrslu stjórnar  
  3. Ritari les síðustu fundargerð
  4. Ferðanefnd tekur til máls
  5. Matur framreiddur
  6. Skemmtiatriði kvöldsins eru þær Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og sýna úr frumsömdum söngleik “Pálmar”    

Þema kvöldsins verður “Hattakvöld

Þetta er matarfundur boðið verður upp á kjúklingarétt, salat og sætan bita á eftir, hvítvín og kristal.

Leggja þarf inn kr. 4.000 á bankareikninginn 0318-26-11124 kt 700169-7319 fyrir 30. september þá eru þið líka skráðar.

Einnig það þarf að tilkynna þátttöku nafni og síma til Guðrúnar Eggertsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 698 9359

Fjölmennum á fundinn og gestir hjartanlega velkomnir.        Hattur

“Þakklæti er dýrmæt gjöf sem ætti að gefa óspart”

Kærleiks kveðja,
f.h.stjórnar kvenfélagsins                             

Helena Jónasdóttir, formaður                

                    

Haustferð Kvenfélags garðabæjar 18. september 2021

Kæra kvenfélagskona!

Það er komið að því!!!! Stundum segir maður allt er þegar þrennt er og í fjórða skiptið fullkomið og við skulum vona að það verði með þessa ferð. Meðf. auglýsing er haustferðin okkar sem verður laugardaginn 18. september n.k.  Í bókunni verður að skrá fullt nafn og kennitölu ásamt símanúmeri vegna Covid reglna.  Munið að skrá ykkur og greiða fyrir n.k. föstudag 10. september 2021

Haustferðin 2021 auglýsing endanleg

 

Hlökkum mikið til ferðarinnar með ykkur

Ferðanefnd Kvenfélags Garðabæjar

Pálína, Lára og Magnúsína

-----------------------------------------------------------

Fréttabréf Kvenfélags Garðabæjar 3. september 2021

Garðabæ. 3. september 2021

Kæru félagskonur!

Framundan eru bjartari tímar.

Fyrirhuguð dagskrá haustsins er eftirfarandi:

Vestmannaeyjaferð verður farin laugardaginn 18. september. Lagt verður af stað kl.8:00 frá Garðatorgi, efra bílaplani. Heimkoma áætluð um miðnætti. Félagssjóður niðurgreiðir ferðakostnað. Pálína Kristinsdóttir formaður ferðanefndar sendir ykkur næstu daga nánara fyrirkomulag ferðarinnar. Þetta verður örugglega frábær ferð sem félagskonur hafa beðið lengi eftir.

Félagsfundur, sá fyrsti í vetrarstarfinu, verður haldinn þriðjudaginn 5. október á Garðaholti. Nýr rekstraraðili Garðaholts mun framreiða kjúklingarétt m/salati, eitthvað sætt í ábæti einnig fylgir eitt glas rautt, hvítt eða gos. Verð kr. 3.800   Þema: kjólar og hattar. Nánari dagskrá send út síðar.

Félagsfundir til áramóta verða þriðjudagskvöldin 2. nóvember og 7. desember.

39. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands KÍ verður haldið í Borgarnesi dagana 15. - 18. október. Formaður og varaformaður munu sækja þingið fh. Kvenfélags Garðabæjar. Stjórnin hefur ákveðið að styrkja konur til þátttöku kr. 25.000 úr félagssjóði.

Skráningu á þingið þurfa félagskonur sjálfar að sjá um, það er gert rafrænt á vef https://www.kvenfelag.is/landsthing þar er einnig birt dagskrá þingsins. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir varaformaður. Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst.

Aðventumessa verður haldin sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl.11.00 í Vídalínskirkju með þátttöku Kvenfélagsins. Jóna Rún Gunnarsdóttir flytur hugvekju, Bjarndís Lárusdóttir, Oddný Þóra Helgadóttir flytja ritningarlestur. Kvenfélags messan féll niður 2020 vegna kórónuveirunnar.

Takið daginn frá og njótum samverunnar.

Fh. stjórnar

Erla Bil Bjarnardóttir, ritari

----------------------------------------------