Garðabæ. 3. september 2021

Kæru félagskonur!

Framundan eru bjartari tímar.

Fyrirhuguð dagskrá haustsins er eftirfarandi:

Vestmannaeyjaferð verður farin laugardaginn 18. september. Lagt verður af stað kl.8:00 frá Garðatorgi, efra bílaplani. Heimkoma áætluð um miðnætti. Félagssjóður niðurgreiðir ferðakostnað. Pálína Kristinsdóttir formaður ferðanefndar sendir ykkur næstu daga nánara fyrirkomulag ferðarinnar. Þetta verður örugglega frábær ferð sem félagskonur hafa beðið lengi eftir.

Félagsfundur, sá fyrsti í vetrarstarfinu, verður haldinn þriðjudaginn 5. október á Garðaholti. Nýr rekstraraðili Garðaholts mun framreiða kjúklingarétt m/salati, eitthvað sætt í ábæti einnig fylgir eitt glas rautt, hvítt eða gos. Verð kr. 3.800   Þema: kjólar og hattar. Nánari dagskrá send út síðar.

Félagsfundir til áramóta verða þriðjudagskvöldin 2. nóvember og 7. desember.

39. Landsþing Kvenfélagasambands Íslands KÍ verður haldið í Borgarnesi dagana 15. - 18. október. Formaður og varaformaður munu sækja þingið fh. Kvenfélags Garðabæjar. Stjórnin hefur ákveðið að styrkja konur til þátttöku kr. 25.000 úr félagssjóði.

Skráningu á þingið þurfa félagskonur sjálfar að sjá um, það er gert rafrænt á vef https://www.kvenfelag.is/landsthing þar er einnig birt dagskrá þingsins. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Eggertsdóttir varaformaður. Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst.

Aðventumessa verður haldin sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl.11.00 í Vídalínskirkju með þátttöku Kvenfélagsins. Jóna Rún Gunnarsdóttir flytur hugvekju, Bjarndís Lárusdóttir, Oddný Þóra Helgadóttir flytja ritningarlestur. Kvenfélags messan féll niður 2020 vegna kórónuveirunnar.

Takið daginn frá og njótum samverunnar.

Fh. stjórnar

Erla Bil Bjarnardóttir, ritari

----------------------------------------------