Komið þið sælar kæru kvenfélagskonur!

vorhreinsun loda 2021 minni með texta   

Ég óska ykkur gleðilegs sumar og vona svo sannarlega að þið séuð flestar komnar með bólusetningu sumar eina og aðrar full bólusettar og séu við góða heilsu.

Við sóttum um að fá að taka þátt í hreinsunarátak í Garðabæ.

Okkur hefur verið úthlutað sama svæði og í fyrra: nærumhverfi Garðaholts, meðfram vegi Garðavegs í átt að Garðakirkju og Garðaholtsveg í átt að gamla Álftanesveg.

Þátttakendur eru hvattir til að flokka sérstaklega plast frá öðru rusli í sér poka.

Hvað segið þið um smá hitting fyrir utan Garðaholt fimmtudaginn 20. maí n.k. kl.16:30.
Höldum út í vorið njóta blíðunnar sem hvílir yfir landi okkar þessa dagana.

Boðið verður upp á heitar kleinur og kakó og kruðerí.

En við verðum samt að biðja ykkur um að skrá ykkur hjá ritara Erlu Bil

með símanúmeri og heimilisfangi pössum upp á allar sóttvarniri.

Við hlökkum til að sjá sem flestar.

Það verða pokar á staðnum ef að þið eigið ruslatínur þá megið þið koma með það og klæða sig eftir veðri frekar kalt úti.

"Með hverju kærleiksverki,sem þú vinnur í dag, vefur þú nýjan gullþráð í ábreiðuna sem skýlir þér á morgun"

F.h. stjórn kvenfélags Garðabæjar

Helena Jónasdóttir formaður