Garðabær 18.01.2021

Aðalfundi 3. febrúar 2021 frestað!

Stjórn óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýs árs 2021 og vonar að þið hafið haft það gott í ykkar jólakúlu yfir jól og áramót.
Nú er nýtt ár hafið og það þýðir nýtt upphaf, við tökum vel á móti 2021.

Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum þétt saman og snúum bökum saman.

Þó með minnst tveggja metra millibili.

Öll él birta upp um síðir og á það sérstaklega vel við núna, þegar þorrinn er handan við hornið.

Það eru forréttindi að búa í landinu okkar á svona tímum, hér er fámennt og góðmennt og ekki verður betur séð annað en að allir séu að gera sitt besta.

Þetta eru svo sannarlega óvenjulegir tímar svo ekki sé meira sagt.

Við sjáum okkur ekki fært að hafa aðalfund eins og stóð til að hafa þann 3. febrúar 2021.

“Gjöf til allra kvenna” á Íslandi andvirði kr. 9.000 á hverja kvenfélagskonu hefur verið lögð inn á reikning Kvenfélagasambands Íslands okkar framlag.

Hlökkum til að sjá ykkur kæru Kvenfélagskonur vonandi fljótlega.

Við munum boða til aðalfundar um leið og hægt er.

Fegurðin

Með þér býr innri friður
fegurra en því þú veist.
Með þér býr ljósið
svo hreint og skært.
Lát það skína,
svo fleiri njóti
og vittu til það birtir upp.


Kærleikskveðja til ykkar
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar,
S.Helena Jónasdóttir formaður