Í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands standa öll kvenfélög um allt land fyrir söfnun fyrir tækjum og búnaði sem tengir rafrænt saman ómtæki hvar sem er á landinu. Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, jafnt fæðandi konum sem og konum með kvensjúkdóma. Með kaupum á þessum tækjum væri hægt að óm- og tæknivæða landið og tengja það saman sem eina heild. Ómskoðanir eru snar þáttur í tengslum við skoðun kvenlíffæra, hvort sem um er að ræða á meðgöngu, fæðingu eða vegna gruns um kvensjúkdóma. Þessar skoðanir þykja sjálfsagðar og flestar konur á landinu þekkja mikilvægi þeirra. Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Kvenfélag Garðabæjar mun greiða kr. 9.000 á hverja félagskonu inn í þessa landssöfnum fyrir n.k. áramót.

Fh. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasóttir