Stjórn Kvenfélags Garðabæjar ákvað að styrkja Styrktarsjóð Garðasóknar um kr. 200.000 sem rennur til þeirra, sem á þurfa að halda fyrir hátíðarnar. Afhending styrksins til Garðasóknar fór fram í Vídalínskikju þann 4. desember s.l.. fyrir framan aðventukransinn sem var einnig gjöf frá félaginu. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur tók við gjafabréfinu af formanni félagsins S. Helenu Jónasdóttur og var varaformaður Guðrún G. Eggertsdóttir og ritari Erla Bil Bjarnadóttir viðstaddar. 

Kvenfélag Garðabæjar sendir árnaðaróskir til bæjarbúa í tilefni jólanna. 

Kvenfélagið styrkir Garðasókn 4.12.2020 lítil