Garðabær 26.11.2020

Komið þið sælar kæru félagskonur!                                                      

Við stjórnarkonur vonum innilega að þú og fjölskylda þín hafir það sem allra best, séuð við góða heilsu og líði vel, við erum sjálfar í ágætu standi og við góða heilsu.

Þetta er búið að vera mjög sérstakur tími hjá okkur, höfum náð hingað til að halda nokkra stjórnarfundi, meðal annars um Garðaholt sem stjórnin hefur tekið við rekstri um tíma.

Vonandi fer nú staðan að lægja í ástandinu enn geisar hún um víða veröld, gleðileg frétt var þegar við heyrðu um væntanlegt bóluefni, gefur okkur von fyrr en seinna um bjartari tímar.

Nú förum við inn í aðventuna og jólaundirbúning þar sem margt er í óvissu.  Við munum þurfa að fylgja ýmsum tilmælum og sýna ábyrgð í þágu almennings.

Ákveðið er að halda ekki Kvenfélagsfund fyrr en á nýju ári, við vorum farnar að hlakka til að hafa jólafund og hitta ykkur en við fylgjum öllum reglum.

Hér nálgumst við marklínuna og verðum áfram að sýna þrautseigju og enn meira þol svo vonandi við náum að njóta dimmasta tíma ársins aðventunnar og jólahátíðar sem er á næsta leiti. Tendrum kerti og ljós í kringum okkur úti og inni er lýsir okkur og umhverfið upp þar til að daginn fer að lengja á ný, það er eitthvað að hlakka til.

Ekki getum við kvartað yfir veðrinu sem búið er að vera þokkalega gott og margir yndislegir dagar til útivistar og ekki er snjórinn sjáanlegur að neinu ráði, njótum.

Farið vel með ykkur kæru konur.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
þá veitist þér andlegur styrkur.Mynd með dreifibréfi 26.11.2020
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Að lokum bið ég ykkur að njóta aðventunnar og búa ykkur gæðastund með ykkar nánustu.

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Fh. Stjórnar Kvenfélags Garðabæjar
S. Helena Jónasdóttir formaður