Komið þið sælar kæru félagskonur!

Ég vona að þið og fjölskyldur ykkar hafi það gott og bið Guð að vernda okkur frá þeim vágesti sem við öll óttumst og hefur komið víða þungt inn í okkar samfélag.

Tilkynnt verður sérstaklega þegar kvenfélagsfundir geta hafist að nýju.

Það mun fara eftir þeim fyrirmælum og reglum sem yfirvöld setja um fjöldatakmarkanir og aðrar þær aðgerðir sem geta haft áhrif á starfið.

Að töfralindinni leið mín lá

því lindin sú veitir mér fró.

Betri hliðar á lífinu lætur mig sjá

og laumar í hugann mér einstakri ró.

                   Höf Heiða Jónsdóttir


Svo vill ég þakka þeim konum sem sendu falleg orð til stjórnar og hringdu í formann varðandi
upplýsingarnar sem við höfum verið að senda ykkur.

Vonum við svo sannarlega að við getum haldið jólafundinn en hann mun verða með öðru sniði.

Kærleikskveðja til ykkar allra erum farnar að hlakka til að geta hitt ykkur
Rós extra lítil
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar                     

S.Helena Jónasdóttir formaður