Garðabær 27.09.2020                  

Komið þið sælar kæru félagskonur, vonandi eru þið og fjölskyldur ykkar við góða heilsu.

Það ástand sem nú er í samfélaginu, þar sem fjöldatakmarkanir og fjarlægðareglur eru við líði hefur mikil áhrif á skipulag félagsstarfsins.

Sjáum við okkur ekki fært að halda fund þann 6. október 2020 því verður hann felldur niður.

Stór þáttur í öllu félagsstarfi er að njóta félagskaparins, hitta vinkonur og hafa gaman saman.

Við sem stöndum fyrir félagsskapnum höfum fengið nýjar áskorun í hendurnar, við þurfum að hugsa skipulagið upp á nýtt, vonandi bara tímabundið og leita nýrra leiða til að halda lífi í félagsstarfinu.

Það er alltaf hægt að finna nýjar útfærslur og nálganir þrátt fyrir Covid ástandið.

Varðandi málefni Garðaholts þá kaus stjórn starfsnefnd og lítur hún svona út.

Dagmar Elín Sigurðardóttir fyrrverandi formaður,
Bjarndís Lárusdóttir fyrrverandi formaður
Anna Nílsdóttir skoðunarmaður reikninga á Garðaholti
Anna Þórðardóttir í húsnefnd

Hafa þær unnið vel að þessu ásamt stjórn og munum við upplýsa ykkur eins fljótt og tækifæri gefst

Vonumst til að geta haldið fund um miðjan október

                                                              Fallegur dagur til ykkar

                                             Metum það sem við eigum, gefum hverjum

                                           degi tækifæri til að sýna okkur hvað við eigum

                                         og hvað við getum! Látum engan tíma fara til spillis,

                                           lífið er ekki endalaust notum og njótum við höfum tækifæri.
                                                                                PinkRoseEmoji extra lítið


Kærleikskveðja frá stjórn Kvenfélags Garðabæjar                                      

S.  Helena Jónasdóttir formaður