Stjórn Kvenfélags Garðabæjar afhenti styrk sem lítinn þakklætisvott á tímum Covid 19.

Þann 8. maí 2020 afhenti Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður Kvenfélag Garðabæjar, Ara Hauksyni formanni Brunavarnafélags Reykjavíkur gjafabréf að upphæð kr. 200.000    

Félagsmanna í Brunavarðafélaginu hefur sjaldan verið getið í umræðunni um framlínu aðila í þessu Covid ástandi sem uppi er. Þetta eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn en þeir eru oft fyrsti viðkomustaðurinn inn í heilbrigðiskerfið. Með þessu vill Kvenfélagið sýna þeim táknrænan þakklætisvott fyrir þeirra störf á þessum óvissutíma.

Gjafabréf var afhent utan við eina bækistöð liðsins við Tunguháls úti á plani í sólskini úti á plani að viðstöddum fulltrúum Kvenfélagsins og slökkviliðs og sjúkraflutninga og auðvitað tveggja metra reglan viðhöfð.

Afhentur styrkur til slökkviliðs og sjúkraflutningamanna þann 8.5.2020 minni
Brunavarðafélag Reykjavíkur er starfsmannafélag Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) sem varð til 1. júní 2000 við sameiningu Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs Hafnarfjarðar.

Stofnendur og eigendur SHS eru sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarneskaupstaður.


Með sumarkveðju
Stjórnin