Kæru félagskonur!

Vonum að þið og fjölskyldur ykkar hafi það sem allra best.

Við lifum svo sannarlega undarlega tíma, hver hefði trúað því að við þyrftum að ferðast innanhúss á páskum 2020 en við erum hlýðin þjóð og hlýðum þríeykinu.

Samkomubann hamlar því að við getum hist.

Fordómalausir tímar kalla á fordæmalaus viðbrögð. Í ljósi þess hefur stjórn ákveðið að fella niður félagsfund Kvenfélags Garðabæjar þann 5. maí nk. með von um betri tíma, þá kom þetta ljóð upp í huga,

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi,
einkum fyrir unga drengi.

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn syngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fingur.

Höfundur Halldór Laxnes

Varðandi 17. júní þá er það skoðun stjórnar að í ljósi ástandsins verði óhjákvæmilegt annað en að fella niður okkar árlega hátíðarkaffihlaðborð og um leið helstu fjáröflun félagsins þetta árið. 

                                       Við óskum ykkur gleðilegs sumars kæru Kvenfélagskonur  Rauð rós lítil


Með kærleikskveðju til ykkar kæru félagskonur    
F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar             
Sigurbjörg Helena Jónasdóttir formaður

 

P.S í sumar þegar veiran hægir á sér, er aldrei að vita nema að við gerum eitthvað skemmtilegt saman?