Aðalfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn í Garðaholti
þann 4. febrúar 2020 kl. 19

Stjórn óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegs nýs árs 2020 og vonar að þið hafið haft það gott með ykkar fólki yfir jól og áramót.  Nú er nýtt ár hafið og það þýðir nýtt upphaf.

Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2019.

Kosningar:

Í aðalstjórn og varastjórn.
Í nefndir fyrir árið 2020-2021.

Lagabreytingar: engar tillögur hafa borist.
Önnur mál:

- Umræða um fjáröflun Kvenfélagasambands Íslands KÍ.

Fundarboð þetta verður borið út til þeirra sem ekki eru nettengdar.

Kaffihlaðborð   Hópur 5. hópstjóri,  Sigríður Sigurðardóttir 

Hlökkum til að sjá sem flestar kvenfélagskonur.


Með hlýjum kveðjum

F.h. stjórnar Kvenfélags Garðabæjar, 

S.Helena Jónasdóttir formaður