Desember hefur verið viðburðaríkur hjá Kvenfélagi Garðabæjar. 

 

Fyrsta sunnudag í aðventu í Vídalínskirkju tóku félagskonur þátt í dagskrá dagsins ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur.

 

Jólafundurinn var haldinn 3. desember á Garðaholti. Konur fjölmenntu á fundinn og nutu samveru við kvöldverð og fjölbreytta dagskrá. Þar fóru einnig fram styrkveitingar félagsins fyrir árið 2019; til Minningar og styrktarsjóðs Arnarins, Styrktarsjóðs Garðasóknar og MS félags Íslands.Þær þökkuðu veglega styrki og kynntu starfsemi þessara styrktarsjóða.

 

Fleira skemmtilegt var gert, Helga Björk Jónsdóttir djákni flutti jólahugvekju um jólavenjur, Mosfellskórinn söng jólalög og kona kvöldsins var valin.

 P1070741.jpgImage 54.jpg

P1070769.jpg

P1070798.jpg