Kvenfélag Garðabæjar boðar til aðalfundar þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 19:00 að Garðaholti.

Dagskrá:   Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosið verður um tvær  konur í aðalstjórn til tveggja ára.
Einnig verða fjórar konur kosnar í varastjórn til eins árs.
Kosið verður í nefndir fyrir árið 2018.
Lagðar verða fram tillögur til kosninga sem kynntar voru á jólafundi 5. desember 2017

Boðið verður upp á kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna.
Hverfi 1 er í kaffinefnd.
Hverfisstjórar eru Jóna Rún Gunnarsdóttir og Katrín Eiríksdóttir

Eftir Kaffihlé les Jóna Rún Gunnarsdóttir ljóð.
 
Stjórn Kvenfélagsins hlakkar til samstarfsins í vetur og vonast til þess að sjá sem flestar á fundum félagsins.

Með kærri kveðju

Stjórn Kvenfélags Garðabæjar

KvenfelagGB.jpeg